Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 76
74
Einar Bjarnason
Skírnir
„Þetta sumar [þ. e. sumarið 1233 cftir timatalinu i IV. b.
útgáfu á Sturlungu 1915] var veginn Vigfúss son Kálfs Snorra-
sonar, fylgdarmaður Klængs Bjarnarsonar; hann var í för
með Birni Sæmundarsyni. Jón son Kráks frá Hlíðarenda bjó
á Egilsstöðum. Hann vildi eigi gefa þeim mat, en þeir höfðu
eigi at síðr. En um nóttina gekk hann í skála ok veitti Vig-
fúsi banasár, ok hljóp til skips ok reri suðr yfir á ok forð-
aði sér. Síðan fór hann norðr um land ok tók Sighvatr við
honum ok kom honum utan. En Björn gerði til Hafliða bróð-
ur hans ok lét fóthöggva hann fyrir þctta.“
Sem viðbót við kafla þann, sem nú var greindur úr Sturl-
ungu, er innskot þar, sem hljóðar svo:
„Þessi Hafliði var faðir Magnúss, er bjó at Eyvindarmúla,
ok Þorgerðar at Hlíðarenda, er átti Magnús Andreasson, ok
vóru þeirra synir Karlamagnúss, Vigfúss ok Benedikt. Haf-
liði átti Ingibjörgu Loptsdóttur ór Gaulverjabæ.“ *)
Magnús agnarr, sonur Andrésar Sæmundssonar frá Odda,
er sennilega fæddur nálægt 1230, og Þorgerður Hafliðadóttir,
kona hans, kann að hafa verið á svipuðum aldri. Synir þeirra,
þ. á m. Karlamagnús, sem vó herra Kolbein Bjarnason árið
1309 og veginn var ári síðar, ættu að vera fæddir um 1260
—1270. Vigfús Magnússon gæti vel hafa átt dóttur ívars
hólms Jónssonar og Ástu Klængsdóttur fyrir konu, og hefðu
þau verið að 4. og 5. frá Jóni Loftssyni og því mátt eigast
þess vegna. Magnús agnarr bjó á Hlíðarenda eftir því, sem
af framangreindu innskoti í Sturlungu má með vissu ráða.
Vigfús kann að hafa eignazt Hlíðarenda, a. m. k. að hluta,
og svo kann að vera, að niðjar bræðra lians hafi dáið út í
svartadauða og þannig hafi niðjar Vigfúsar komizt að Hlið-
arenda. Víst er það, að Hlíðarenda hafði Margrét Vigfús-
dóttir, sonardóttir Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar, í heim-
anmund þegar hún giftist Þorvarði Loftssyni á Möðruvöll-
um. Vigfús hirðstjóri ívarsson, faðir hennar, kann að liafa
keypt þá jörð, en miklu er sennilegra, að hún hafi borizt
honum að erfðum. Eignayfirfærsla á höfuðbólum hefur ef-
laust verið miklu algengari með erfðum en með kaupum á
!) Sturl. II, 214—15.