Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 137
Skírnir
Nokkrar spássíugreinar í pappírshandrituni
135
væri að gegna ef þær væru skrifaðar eftir 1718; en þær
hljóta að vera eldri.
Leiðréttingar og viðaukar Árna eru skrifaðar með ívið ljós-
ara blcki en texti sjálfs handritsins, og er þess vegna tiltölu-
lega auðvelt að greina þetta frá skrift séra Jóns Erlends-
sonar. Sums staðar hefur Árni látið sér nægja að draga út
einn og einn staf; á einum stað er skrifað ofaní letur séra
Jóns, en venjulega er dregið undir orðin í textanum og mis-
munargreinar skrifaðar á spássíur, ýmist til hliðar eða neðst
á blaðsíðuna, en einnig stundum yfir línu.
Þar sem mér er ekki kunnugt um að spássíugreinum þess-
um hafi verið veitt athygli fyrr, birti ég þær hér í heilu líki.
Orð sem leiðrétt eru eða dregið er undir í 56, eru hér prent-
uð eftir Flateyjarbók, en vísað til blaðsíðu og línu í Christ-
iania-útgáfunni. Þar sem öðruvísi er stafsett hjá séra Jóni en
í Flateyjarbók, er þess því aðeins getið að máli þyki skipta,
og er þá lesháttur hans auðkenndur með JE, en leiðrétting-
ar og viðaukar Árna með ÁM. Þar sem Árni hefur dregið
undir í textanum og skrifað leshætti Orkneyinga sögu á
spássiu, er hér ekki gerð grein fyrir hvernig leiðréttingu er
háttað, en þar sem skrifað er yfir línu eða dregnir út bók-
stafir, er þess getið. Allt það sem Árni skrifaði hcf ég borið
saman við 332, og er allt tilgreint scm þar er öðruvísi ritað,
utan hvað sleppt er að geta um einstöku bönd, og mismunur á
notkun greinarmerkja og upphafsstafa í sambandi við þau er
ekki tíndur til. Tölur í svigum í lok hverrar greinar vísa til
blaðsíðu og línu í útgáfu Sigurðar Nordals af Orkncyinga sögu.
Flat. I, s. IV
22036 smæckazst ] smeltaz ÁM, smeccaz 332 (420).
22037 toku ] + at ÁM 332,- skr. yfir línu ÁM (421).
2212 Górr — verit ] Gorr (Gor 332) hafþi eyiarnar oc
var hann þvi kallaþr ÁM 332 (424).
2215 Bæitir ] r dregið út ÁM, Beiti 332 (52).
2216 Bæitissærr — -stöd ] Beitsær oc Beitstauþ ÁM,
Beit s?r oc Beit sta/ð 332 (54).
2217 Bæitisstöd ] Beitstauþ ÁM, Beit stæð 332 (55).