Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 14
12
Sigfús Haukur Andrésson
Skirnir
eins að hafa verið búinn að fá gögn um ]>etta efni úr fáein-
um sýslum landsins.
1 „Minnisverðum Tíðindum“ er skýrt frá ofangreindri nið-
urstöðu Stefáns amtmanns Þórarinssonar um sauðfjárfellinn
og síðan segir: „I Skagafjardar-sýslu vard hrossafellirinn
einna mestur, jafnvel í vornædíngunum 1801. En — Nordur-
og Austur-land þarf ecki til ad taka í þessu tilliti, því fellir-
inn vard því nær eins stórkostlegur á saudfé og hrossum vída
um Sudur- og Vestur-land, . . . eins og á Nordur-landi. Nockr-
ar sveitir mistu alls eckért, adrar mikid og þanninn reyndist
þad í Skaptafells- og Rángárvalla-sýslum; í efra parti Árness-
sýslu féll lítid, í öllum nedra edur sydri hluta hennar stór-
mikid, eins um Mosfells sveit og Kjalarnes, Borgarfjörd, Mýr-
ar og allt Vesturland, þó féll þetta ár lítid í Stranda-sýslu,
og Westmannaeyjar kénndu ecki á fellirnum“.6
Sá búfénaður, sem eftir lifði, var yfirleitt mjög illa á sig
kominn eftir veturinn og hið kalda, gróðurlitla vor. Málnytu-
peningur gaf því heldur lítið af sér sumarið 1801, en mjólk
og mjólkurafurðir voru annars mjög mikilvægur þáttur í dag-
legri fæðu manna. Var þess vegna ærið þröngt í búi hjá öll-
um þorra manna, er þessi mikilvægi bjargræðisvegur brást
svo hrapallega.
Sjávarafli var víða sæmilegur syðra og við Snæfellsnes vet-
urinn 1800—1801, þegar komizt varð á sjó, en sífelld ill-
viðri hömluðu annars sjósókn mjög mikið fram á vor, en úr
því fiskaðist allvel á þessu svæði. Á Vestfjörðum, þar sem
afkoma manna byggðist einnig mjög á útræði, hindraði haf-
ís víða alla sjósókn um skeið. Og eftir að hann fór, rættist
lítið úr um aflabrögð í Barðastrandar- og Isafjarðarsýslu að
sinni, en sæmilega í Strandasýslu. Þegar ísinn hvarf loks frá
Norðurlandi síðast í júní, var aftur á móti meiri fiskisæld
þar en menn mundu dæmi til. Meira að segja var mokafli
við Sléttu og Langanes, þar sem mjög lítið hafði fiskazt ár-
um saman, og hélzt þetta víða fram á haust. Ollum þeim,
sem aðstöðu höfðu til sjósóknar, var þessi óvenjugóði afli
afar mikil búbót. En þess ber að minnast, að nyrðra höfðu
menn almennt enn minni bátakost og lélegri en víðast hvar