Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 54
52
Halldór Halldórsson
Skírnir
raungreinum B.S. Þó er hugtakið raunvísindi (þ. e. science)
nokkru rýmra þar en hér. Þriðja leiðin, sem opin er eftir
lokapróf í high school, er að fara beint í einhvem háskólann
og byrjar nemandinn þá á college-súginu, alveg eins og hann
færi i einhverja sjálfstæða college-stoinun. Athuga her, að
hugtakið háskóli — þ. e. university — er allt annað i Banda-
ríkjunum — og raunar í Kanada líka — en í Evrópu. Sum
liberal arts colleges eru t. d. kölluð university, en vestan hafs
er þó með university venjulega átt við stofnun, sem hefir
liberal arts college að byrjunarstigi, en veitir að því loknu
æðri menntun, fyrst undirbúnmg undir M.A.- eða M.S.-próf
og siðar undir doktorspróf (Ph.D.-próf). Eftir lokapróf college-
stigsins, þ. e. B.A.- eða B.S.-próf, þarf minnst eitt ár til M.A.-
eða M.S.-prófs, en mjög oft tekur þetta nám tvö ár eða lengri
tima. Eftir þessi próf þarf minnst tvö ár til þess að ljúka
doktorsprófi. En oft er námstíminn miklu lengri, enda eru
kandídatar á þessu stigi oft aðstoðarkennarar (instructors)
við háskólana. Þá ber þess að geta, að margir sérskólar starfa
á háskólastiginu, t. d. sérstakir lagaskólar, læknaskólar, presta-
skólar o. s. frv. Sérstaklega er þetta algengt um prestaskóla,
enda erfitt um vik að hafa sérstakar guðfræðideildir, að
minnsta kosti við ríkisháskólana, þar sem engin sérstök ríkis-
kirkja er viðurkennd og sértrúarsöfnuðir eru mýmargir.
Ég hefi nú í aðalatriðum lýst skipulagi æðri menntunar í
Bandaríkjunum. Af þessari lýsingu ætti að vera Ijóst, að á
lægri stigum menntunar er það mjög ólíkt því, sem hér tíðk-
ast. Það mætti ef til vill orða það svo, að námið þar hefir
meiri breidd, en minni dýpt en við erum vön við. Þótt erfitt
sé að vísu um allan samanburð, mun ég þó freista að lýsa
að nokkru skoðun minni á þessum málum. Ég hefi kallað
hina bandarísku high schools gagnfræðaskóla hér að framan.
Þetta er þó ekki nema að nokkru leyti rétt. Tveir efstu hekk-
ir þeirra samsvara einna helzt tveimur neðri bekkjum mennta-
skólanna í íslenzka skólakerfinu. Tvö fyrstu árin í háskóla
eða í college ■— hinu svo nefnda junior college — samsvara
svo einna helzt tveimur síðari árunum í menntaskólum hér.
Þessi mismunur kerfanna gerir íslenzkum stúdentum erfitt