Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 159
Skírnir
Um rannsóknir mínar í málfræði
157
um fræðum og hafði þá m. a. numið öll germönsku málin,
gotnesku, fornháþýzku ( miðháþýzku og nýháþýzku), lág-
þýzku (miðlágþýzku og lágþýzku), engilsaxnesku o. fl.
Meðal fyrstu rita minna var Frumnorrœn máilfrœÖi 1920,
167 bls., en þar leitaðist ég við í fyrsta sinni að húa til mál-
fræði yfir sameiginlegt mál Norðurlanda á tímabilinu ca.
200 e. Kr.—ca. 800 e. Kr. Gerði ég það með því að nota all-
ar helztu rúnaáletranir frá þessum tíma, en fyllti upp í eyð-
ur beygingarfræðinnar með því að endurgera (rekonstruera)
allar þær orðmyndir, er vantaði, en ég tel mig þegar á þess-
um tíma hafa lært að búa til frumgermanskar orðmyndir,
líkt og ég síðar lærði að endurgera frumindógermanskar orð-
myndir. Bókinni var snúið á þýzku af Franz Rolf Schröder
(er seinna gerðist prófessor í Freiburg i. B.) og var tekin
upp í Germanische Bibliothek: 1. Sammlung germanischer
Elementar- und Handbiicher, 1. Reihe, II. Band: Grammatik
der urnordischen Runeninschriften. Heidelberg 1923 (Carl
Winters Universitatsbuchhandlung).
Næsta verkefni mitt var að semja ritið Islenzk tunga í
fornöld, Reykjavík 1923—24, 406 bls. Tók það mig 4 ár,
með reglubundinni vinnu daglega. Hingað til höfðu menn
notað bók Adolf Noreens, Altislándische und altnorwegische
Grammatik, er komið hafði út fyrir nálægt 30 árum (kom út
í 4. útg., lítið breytt, 1923). Auðvitað studdist ég við bók
Noreens um skipulag, sem var svipað og í öðrum germönsk-
um handbókum. En ég fór yfir og las vandlega allt, sem
skrifað hafði verið í norrænni málfræði, hundruð ritgerða,
og sótti þaðan ýmis dæmi, en mjög margt er í bók minni
um nýjungar og litið öðrum augum en Noreen gerði um efni,
einkum um framburð (sjá t. d. bls. 70. 90, 132 nn., 135, 137
nn., 147 nn., 150 nn.). Bók þessa notaði ég við kennslu í
yfir 30 ár.
Næsta bók mín í málfræði var Hugur og tunga, Rvík 1926,
150 bls. 1 riti þessu rannsakaði ég tvö efni íslenzkrar mál-
vísi, er málfræðingar höfðu að litlu eða engu sinnt: hljóS-
gervinga og ummyndun orda (eða Volksetymologie í þýzku).
Orðaforði íslenzkunnar, er ég nú met a. m. k. 250 000, mun