Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 55
Skírnir
Bandarísk skólamál
53
um vik að fara að stúdentsprófi loknu beint í bandaríska há-
skóla. Að vísu fá þeir stúdentsprófið metið og munu alltaf
fá að sleppa námskeiðum fyrsta árs, og fyrir kemur — eink-
um um stúdenta úr stærðfræðideildum — að þeir fái tvö ár
viðurkennd og setjist þá í senior college. En þetta er alltaf
undir hælinn lagt, og með hliðsjón af því, að námsefni í
bandariskum skólum, svo og kennsluaðferðir, eru ólík ís-
lenzkum, er í mörgum tilvikum hæpið fyrir íslenzka stúd-
enta að leggja út á þessa braut, að minnsta kosti ef þeir eru
ekki fúsir til að eyða einu ári til viðbótar eðlilegum náms-
tíma. Allt öðru máli gegnir um þá, sem lokið hafa háskóla-
gráðu, t. d. B.A.-prófi hér heima, sérstaklega eftir að það
nám hefir verið endurskipulagt, eins og nú er fyrirhugað.
Þá er árekstur kerfanna lítill sem enginn.
Ég hefi orðið þess var hér, að ýmsir gera lítið úr B.A.-próf-
um okkar hér við Háskólann. Yíst mættu þau vera erfiðari
og verða það væntanlega, eftir að þau hafa verið endurskipu-
lögð. Ég er ekki gagnkunnugur B.A.-prófum hér nema í
ensku, en af þeim hefi ég allnáin kynni. Eftir kynni mín
af B.A.-prófum í Bandaríkjunum — en þau kynni eru ein-
vörðungu bundin við huggreinir — leyfi ég mér að efa, að
íslenzka B.A.-prófið í ensku sé nokkru auðveldara viðfangs
en samsvarandi próf vestra. En því ber ekki að leyna, að á
þessum prófum er mikill munur. Munurinn er aðallega sá,
að við bandarísku prófin er krafizt almennrar menntunar
í fleiri greinum, en íslenzku prófin eru bundin við fáar grein-
ir, nú aðeins tvær auk forspjallsvísinda. Hugmyndir mínar
um B.A.-próf í Bandaríkjunum eru þær, að þau séu — við
viðurkennda skóla -— trygging fyrir staðgóðri almennri mennt-
un, en séu lítið sérfræðileg. Allt öðru máli gegnir um M.A.-
prófin — og þá væntanlega einnig M.S.-prófin, en þeim er
ég alls ókunnur. Þar situr sérfræðileg menntun í fyrirrúmi,
og ég hygg þau tryggja það, að kandidatinn hafi hlotið sér-
fræðilega þjálfun og kynnzt vísindalegum vinnubrögðum.
Allt er þetta sagt með þeim fyrirvara, að um góða háskóla
sé að ræða, en á það legg ég ríka áherzlu, að bandarískir há-
skólar eru mjög misjafnir.