Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 191
Skírnir Breytingar á nafnavali og nafnatíðni á Islandi 189
hér sé rétt til getið. Ég hef miklar mætur á norrænum nöfn-
um, sem eru svo frjósöm, að þau geta fætt af sér fjölda nýrra
nafna, sem í engu standa að haki foreldri sínu, þótt stundum
geti samt nýmyndanirnar misheppnazt. Tökunöfn, sem verið
hafa lengi í notkun hér á landi og náð nokkurri litbreiðslu,
virðist mér sjálfsagt að viðurkenna sem íslenzk nöfn, þótt
form þeirra komi ekki heim við norrænu nöfnin, og sé því
ekki rétt að lögum íslenzkrar tungu, en auðvitað ber að kapp-
kosta, ef unnt er, að laga þau svo, að þau fari vel í íslenzku
máli. Þannig hafa líka ýms þeirra fengið íslenzkan svip, svo
svo sem Páll og Pétur, Sesselja, Kristín og Elín, er gætu eins
verið norræn nöfn, ef stofnar þeirra væru norrænir. Björn
Sigfússon bendir líka á í ritgerð um mannanöfn í Afmælis-
kveðju til Alexanders Jóhannessonar [10], að við breytingu
á an í án í Stefánsnafninu hafi það orðið íslenzkt í málvit-
und manna, og löngu síðar hafi það valdið sömu breytingu
á Kristjánsnafninu. Nafnið Tómas er alltaf skrifað þannig,
en oftast borið fram Tómás. Við það fær það sama svip sem
tvíliða norrænt nafn, og ætti því líklega einnig að rita það
þannig.
Endingarnar ía, ína og sína í kvennanöfnum, sem komu
upp í manntalinu 1855, en náðn mestum viðgangi í mann-
talinu 1910, fara ekki vel í íslenzku og hefur oft verið á
það bent. Þetta virðist hafa borið nokkurn árangur, því að
öll nöfn með þessum endingum í 5. skrá hafa, þrátt fyrir
stóraukinn nafngjafafjölda 1921—50, verið með færri nafn-
gjafafjölda þá heldur en í manntalinu 1910 og flest miklu
færri, að undanskildum 4, sem hafa hækkað lítið eitt (Júlía,
María, Viktoría og Regína). Þetta bendir meðal annars til
batnandi nafnsmekks almennings.
Þó að í hinum stóra hópi nafna, sem ég hef ekki tekið á
neina skrá, sé mikið af nöfnum, sem fara mjög illa í íslenzku
máli, þá finnst mér þau ekki skipta miklu máli. Þau eru
hvert um sig svo fátíð, flest aðeins borin af einum manni,
að þeirra gætir ekki i hinum stóra hópi nafngjafanna, og
það því síður sem mikill hluti þeirra er aukanöfn í fleir-
nefnum, er lifa algeru huldulífi og koma varla fram í dags-