Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 70
EINAR BJARNASON:
ÆTT ÍVARS HÓLMS HIRÐSTJÓRA
VIGFÚSSONAR OG NIÐJAR HANS.
Um næstu forfeður ívars hólms hirðstjóra Vigfússonar og
næstu niðja hans hefur ýmislegt verið skráð og birt á prenti,
t. d. í Sýslumannaæfum, fslenzkum æviskrám og Ártiðaskrám,
en þar kennir í ýmsum atriðum mikils misskilnings og til-
gátur um ætterni fá margar ekki staðizt. Hér verður reynt
að gera rétta grein fyrir ættfólki þessu og þar með leiðrétta
misskilning og hæpnar getgátur, og verða færð fram þau rök
og heimildir, sem tiltækileg eru.
Það kemur í ljós, að sterkar líkur eru til þess, að hér sé
um karllegg frá Jóni Loftssyni í Odda að ræða, og er síður
en svo ósennilegt, með því að margt af þeim karllegg mun
hafa verið í stórbændaflokki fram eftir 14. öld, þótt ekki séu
raktar ættir þeirra í karllegg, en greinilega virðast nöfn sumra
nafngreindra höfðingja þeirrar aldar sverja sig í Oddaverja-
ætt.
Áður en vikið er að fvari hólmi hirðstjóra Vigfússyni, sem
fyrst kemur við sögu árið 1352, eftir því sem Gottskálks-
annáll segir,1) og gizka má á, að þá hafi verið nálægt þrítugu,
er rétt að gera grein fyrir þeim eina ívari hólmi, sem hérlendis
var á undan nafna hans hirðstjóranum, að því er kunnugt er.
Frá því er skýrt í sögu Árna biskups Þorlákssonar, að dótt-
ir Þorgerðar systur biskups og síðara manns hennar, Klængs
Teitssonar Þorvaldssonar Gizurarsonar, hafi verið Ásta kona
ívars hólms. Fyrri kona Klængs er í Sturlungu sögð hafa ver-
ið Ásta Andrésdóttir Sæmundssonar frá Odda, og eru þau
talin hafa búið í Tungu (þ. e. Bræðratungu), með því að
varla mun vera um að villast, að Klængur sá, sem Sturlunga
J) Isl. Ann., 355.