Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 27
Skírnir
Harðindi á Islandi 1800—1803
25
mikla felli, sem þegar var orðinn. Hinir langvinnu vorkuldar
og fremur óþurrkasamt sumar ollu því svo, að spretta og
heyskapur urðu enn léleg víðast hvar um landið. Voru horf-
urnar því harla ískyggilegar, er leið að hausti 1803.
Það hefir þegar komið fram, að harðindin komu almennt
mjög illa niður í Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu og þá
fyrst og fremst í nyrðri héruðum þessara sýslna. Þegar sýnt
varð haustið 1802,. að enn myndi sitja við hið sama, áleit
Stefán amtmaður Þórarinsson óhjákvæmilegt, að reynt væri
að gera einhverjar ráðstafanir til að hindra mannfelli þar
nyrðra. 1 bréfi þetta haust til Þórðar Björnssonar sýslumanns
í Þingeyjarsýslu kveður hann mjög mikla ástæðu til að ótt-
ast, að eitthvað af fjölskyldum í norðurhluta sýslunnar flosni
upp á komandi vetri og vori og fari á vergang og meira að
segja, að ýmsir íbiianna þar deyi úr hungri. Hann biður því
sýslumann að leita allra hugsanlegra úrræða til að draga úr
hinum óheillavænlegu áhrifum hallærisins og reyna framar
öllu að koma í veg fyrir mannfelli. Bendir amtmaður á nokk-
ur úrræði, sem að gagni mættu koma, svo sem að menn
hjálpist að við að halda lífinu í þeim búpeningi, sem eftir
lifði, og þá ekki sízt kúm sínum og reyni svo í sameiningu
að draga fram lífið á þeirri mjólk, er til falli. Þá leggur hann
til, að reynt verði að koma fólki, sem væri að flosna upp frá
búum sínum, fyrir fram á sumarið hjá betur stæðum bænd-
um. Gætu svo hlutaðeigendur ekki borgað fyrir sig sjálfir
né einhver skyldmenni þeirra eða hreppur, yrði að jafna
kostnaðinum niður á sýsluna eða jafnvel amtið, nema rentu-
kammerið útvegaði framlag úr einhverjum opinberum sjóði
til hjálpar. Loks leggur amtmaður til, að sýslumaður láti eins
fljótt og auðið er, ganga boð um alla sýsluna með hvatningu
til hinna betur megandi bænda að skjóta saman til hjálpar
bágstöddum í norðursveitunum. Framlögin mættu vera í pen-
ingum, gjaldvöru eða einhvers konar matvælum, og einnig
gætu þau verið í því fólgin, að bændur tækju um ákveðinn
tíma við bjargþrota fólki til framfærslu.
Amtmaður efaðist ekki um, að viðleitni til samskota myndi
bera árangur, enda yrðu prestarnir fengnir til að veita mál-