Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 11
Skírnir
Harðindi á íslandi 1800—1803
V
II.
Á síðustn árum 18. aldar var árferði á íslandi að öllu sam-
anlögðu í meðallagi miðað við það, sem gerðist á þeirri öld.
Árin 1796 og 1798 voru raunar fremur hörð, og lá þá hafís
við Norðurland og jafnvel norðurhluta Vestfjarða og Aust-
fjarða langt fram á vor. Hins vegar voru árin 1797 og 1799
yfirleitt talin góð, þótt hins síðarnefnda árs sé raunar aðal-
lega minnzt í annálum sökum hins afskaplega fárviðris, sem
gekk þá yfir landið þann 8.—9. janúar samfara feiknalegum
sjógangi og stórstreymisflóði. Olli þetta óveður svo miklu
tjóni á húsum, bátum og jörðum við sjóinn, einkum á suð-
vestan- og vestanverðu landinu, að stjórnin taldi ástæðu til
að gera ráðstafanir til hjálpar þeim, sem heðið höfðu tilfinn-
anlegast tjón. Lánaði hún þeim Pétri Hölter, kaupmanni í
Stykkishólmi, og Jóhanni Súnckenberg, kaupmanni í Reykja-
vík og á Eyrarbakka, allmiklar peningaupphæðir til að senda
sérstaka farma af timbri til landsins til smíða og viðgerða
á bátum og húsum. Þá sendi hún og stiftamtmanni nokkra
peningaupphæð, er hann og amtmaður í vesturamti skyldu
verja til lána með vægum kjörum handa hinum verst settu.
Allt þetta fé lagði stjórnin fram úr hinum svonefnda Kol-
lektusjóði, sem orðið hafði til á móðuharðindaárunum við al-
menna söfnun í Danaveldi Islendingum til hjálpar.
Sumir kaupmenn urðu fyrir tjóni í ofviðrinu, og varð Hen-
rik Hansen í Bátsöndum langharðast úti. Öllum húsum og
vörum skolaði þaðan burt, og björguðust kaupmaður og fjöl-
skylda hans með naumindum. Svo mikið af möl og sandi
barst inn á skipaleguna, að höfnin þótti ekki nothæf eftir það,
og lagðist verzlunin þar algerlega niður. Þá eyðilagðist stórt
vörugeymsluhús á Eyrarbakka ásamt kornvörum og öðru,
sem þar var geymt. Sömuleiðis gereyðilögðust öll verzlunar-
hús á Búðum á Snæfellsnesi, og varð tjón kaupmannsins,
Hans Hjaltalíns, verulegt, en það vildi honum þó til, að
hann hafði aðalverzlun sína á Arnarstapa.
I „Minnisverðum Tíðindum“ Landsuppfræðingarfélagsins,
sem er samtímaheimild, segir, að árið frá vordögum 1799