Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 183
Skírnir Breytingar á nafnavali og nafnatíðni á fslandi 181
í 61%. 1921—50 hækkaði það aftur töluvert, í 69% meðal
karla og 65% meðal kvenna, og varð þannig hærra meðal
karla en það hafði verið 1703, en meðal kvenna náði það
hins vegar mjög skammt í áttina til þess, sem það hafði ver-
ið þá. Það var þó álíka hátt og meðal karla 1703. En það er
einkennilegt við þessa þróun, að þrátt fyrir hækkun hlut-
fallsins á síðasta Umabilinu, hefur hlutfall samsettu nafn-
anna lækkað bæði meðal karla og kvenna, en hlutfall einliða
nafnanna hækkað þeim mun meir, meðal karla úr 22% 1910
upp i 37% og meðal kvenna úr 7% upp í 19%. Er auðsætt,
að hylli eins atkvæðis nafna, auk endingar eða án, hefur
vaxið mjög mikið á síðari árum. Hafa bæði ný nöfn verið
tekin upp og eldri nöfn hlotið meiri útbreiðslu.
Ef litið er á nafnatöluna eina, sést á 2. yfirliti, að hlut-
deild norrænu nafnanna í allri nafnatölunni hefur minnkað
mjög mikið síðan 1703, einkum meðal kvenna, úr 81% nið-
ur í 49% 1910, en meðal karla úr 71% niður í 55%. Síðan
1910 hefur þó aftur orðið nokkur hækkun. Þessi lækkun í
hlutdeild norrænu nafnanna stafar ekki af því, að þeim hafi
fækkað á þessu tímabili. Þeim hefur þvert á móti fjölgað svo,
að tala þeirra hefur nálgazt þreföldun. En öðrum nöfnum
hefur fjölgað miklu meir, nöfnum, sem ekki hafa náð hylli
norrænu nafnanna og eru mörg horin af örfáum mönnum
eða jafnvel aðeins einum.
Að nafngjöfum hálfnorrænu nafnanna kveður lítið hæði
meðal karla og kvenna, þó heldur meir á síðari árum meðal
kvenna, vegna nafnanna með endingum á ía, ína og sína.
Þær náðu hámarki 1910 (3% og 4%), en hafa síðan lækk-
að aftur.
Ónorrænu nöfnin, sem tekin hafa verið upp í 5. skrá, eru,
eins og áður segir, aðeins lítill hluti af öllum þeim ónorræn-
um nöfnum, sem koma fyrir í nafnaskýrslum þeim, sem hér
hafa verið teknar til meðferðar, en það eru hins vegar öll
þau, sem náð hafa nokkurri verulegri útbreiðslu, og flest þeirra
hafa verið hér í notkun um langan aldur. Eins og áður seg-
ir, var hlutdeild þessara nafna í nafngjöfum 1703 miklu
hærri meðal karla heldur en kvenna. Meðal karla var hún