Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 45
Skírnir
Harðindi á íslandi 1800—1803
43
skuldavafs yfir í fiskiplátsum sunnanlands og nálægt kaup-
stödunum sjálfum, livar um nockur umlidin ár safnast hafdi
óvenjulega margt þurrabúda- eda tómthús-fólk, sem ecki átti
adra lífsvon, enn hinn opt svipula sjóarabla. ... Nú, þá fiski-
ablinn algjörlega brást, fór fátækt þess og eymd dagvaxandi,
en Kaupmönnum brást æ meir og meir von um ad fá borg-
adar þær miklu skuldir, fyrir bvörjum þeir í eptirvæntingu
betri fiskiára, höfdu trúad því, en þad megnadi nú ecki ad
lúka.“ 32
Með samningnum við þá Súnckenberg og Ludvigsen liaust-
ið 1802 að senda aukafarma af korni til íslands, sýndi stjórn-
in að vísu virðingarverðan lit á því að rétta landsmönnum
bjálparbönd í neyð þeirra. Þetta var þó ærið takmörkuð bjálp
eins og fyrr greinir, og má furðu gegna, að ekki skyldi reynt
að grípa til neinna frekari aðgerða, er ljóst var, að bve til-
tölulega litlu gagni þetta kom, enda þótt veðurfar batnaði
verulega, er leið að vetri 1803, og væri allsæmilegt næstu
árin. Vafalaust stafaði þetta aðgerðarleysi að einhverju leyti
af þvi, að Ólafi Stefánssyni var vikið frá stiftamtmannsemb-
ættinu sumarið 1803, og nokkurt los komst á það embætti
um sinn. En Ólafur bafði bæði verið óþreytandi við að biðja
stjórnina um hjálp og sýndi einnig mikla rausn og höfðings-
skap sjálfur í hjálpsemi sinni við bágstadda.
Með því að ekkert frekara var hafzt að lil hjálpar, en
menn urðu að bjarga sér, eins og bezt hentaði, fór ekki bjá
því, að fjöldi manns héldi áfram að búa við hin mestu bág-
indi alllengi, eftir að sjálfum harðindunum linnti.
Ekki verður um það sagt með neinni nákvæmni, liversu
margir muni hafa dáið af völdum hallærisins, en vafalaust
var það allmikill fjöldi. I „Minnisverðum Tíðindum“ segir,
að samkvæmt hinum venjulegu skrám prestanna yfir fædda
og dána, hafi árið 1803 dáið 814 fleiri á öllu landinu en
fæddust. Engar mannskæðar sóttir gengu um landið þetta ár
eða önnur þau ár, sem hér um ræðir, og stafar þessi óeðli-
lega háa dánartala því ekki af öðru en harðindunum. Aug-
Ijóst er og, að eitthvað af fólki hefir þegar dáið úr hungri
og harðrétti árin 1801 og 1802, en telja má, að harðindin