Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 41
Skiriiir
Harðindi á Islandi 1800—1803
39
Jieir Ólafur Stefánssou og Stefán Þórarinsson í bréfum sín-
um til rentukammersins. Ilins vegar voru þeir sammála um,
að þetta væri alls ófullnægjandi hjálp eftir svo mikil og lang-
vinn harðindi, sem landsmenn yrðu lengi að ná sér eftir.
Stjórnin liefir þó greinilega viljað bíða átekta, hvort ekki
rættist úr árferðinu, og lét svo hér við sitja, eftir að betri tíð
hafði farið í hönd með vetrinum 1803—1804.
III.
Af því, sem greint hefir verið frá lxér að framan, má ljóst
vera, að harðindin 1800—1803 urðu íslenzku þjóðinni ærið
þung í skauti. Ekki verður um það sagt með nákvæmni,
hvcrsu mikinn hluta af búfé sínu landsmenn misstu á þess-
um árum, en þau dæmi, sem þegar hafa verið nefnd, gefa
nokkra hugmynd urn það, hve gifurlegt tjónið var. Þar, sem
þetta tjón var mest, áttu margir að lokum enga skepnu eftir.
Jafnvel innstæðukvígildi leigujarðanna voru fallin eða menn
höfðu orðið að slátra þeim sér til matar. En í þeim bar leigu-
liðum annars skylda til að halda lífinu, svo lengi sem auðið
var, og gengu þau því fyrir búfénaði þeirra sjálfra.
Eftir slíkan felli var það miklum erfiðleikum bundið að
koma bústofninum í eðlilegt horf að nýju og hlaut að taka
alliangan tima, en undir því var það komið, að hagur manna
batnaði. Eins og fyrr segir, lagði Stefán amtmaður Þórarins-
son til þegar vorið 1801, að lánaðir yrðu peningar úr Kollektu-
sjóði til fjárkaupa handa þeim, sem höfðu farið verst út úr
harðindunum þá um veturinn, en frá þessari hugmynd hvarf
hann svo, eftir að honum varð kunnugt um, hve almennt
tjón hafði orðið í landinu. Honum varð þó tíðrætt um það
í bréfum sínum til rentukammersins þessi ár, hversu öll af-
koma manna í amti hans væri undir kvikfjárræktinni komin
og þar af leiðandi ákaflega mikilvægt að koma henni sem
allra fyrst í viðunanlegt horf að nýju. Átti hið sama að sjálf-
sögðu við um aðra hluta landsins, þar sem ástandið var svipað.
Engir munu þó hafa orðið fyrir jafnmiklum og almennum
áföllum eins og bændur á norðaustanverðu landinu nema ef
til vill Strandamenn. Þórður sýslumaður Björnsson segir líka