Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 10
8
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
Stefán Þórarinsson amtmaður í norður- og austuramti, væru
öðru hverju að impra á því við rentukammerið.
Víða um land olli það mönnum feiknalegum erfiðleikum,
hversu langar leiðir og torsóttar þeir áttu á verzlunarstaðina.
Voru þessir erfiðleikar að sjálfsögðu hvað mestir á hörðum
árum, þegar hestar bænda höfðu fallið hópum saman og öll
skilyrði til samgangna voru einnig að öðru leyti verri en á
venjulegum tímum. Við slíkar aðstæður gat það ekki orðið
nema að takmörkuðu gagni, þótt nægar vörur hefðu ávallt
verið til á verzlunarstöðunum og þótt jafnvel hefði verið
hægt að fá þær með viðunandi kjörum, en því var sjaldan
að heilsa.
Við lok konungsverzlunar voru 26 verzlunarstaðir á öllu
landinu, ef hið litla, nýstofnaða útibú Vestmannaeyjaverzl-
unar að Bakkahjáleigu í Austurlandeyjum er talið með. Hin-
ir verzlunarstaðirnir voru Eyrarbakki, Grindavík, Bátsandar,
Keflavík, Hafnarfjörður, Beykjavík, Búðir (á Snæfellsnesi),
Arnarstapi, Ólafsvík, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Flatey
(á Breiðafirði), Patreksfjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Isa-
fjörður, Beykjarfjörður, Skagaströnd, Hofsós, Akureyri, Húsa-
vík, Vopnafjörður, Beyðarfjörður og Djúpivogur.
Af þessu sést, að verzlunarstöðunum var ærið misskipt á
hina ýmsu staði landsins, en þó var stjórnin því nær ófáan-
leg til að leyfa stofnun nýrra verzlunarstaða, nema hvað
efnt var til verzlunar á Siglufirði í byrjun fríhöndlunar og
gert ráð fyrir stofnun kaupstaðar á Eskifirði. Þá var og leyft,
að verzlað væri í Straumfirði á Mýrum, en aldrei mun nein
teljandi verzlun hafa verið rekin þar. Fram um aldamótin
1800 bar það að öðru leyti helzt til tíðinda í þessu efni, að
verzlun hafði lagzt niður í Grindavík og Bátsöndum, og
stjórnin hafði harðbannað, að verzlanir væru stofnaðar á
ýmsum stöðum, svo sem Þorlákshöfn, Selvogi, Akranesi, Flat-
eyri, Raufarhöfn, Þórshöfn og Seyðisfirði. Aðstaða alls þorra
landsmanna til að sækja sér björg í bú í kaupstaðina var
þannig eins erfið og hugsazt gat, ekki sizt þegar mest lá við
í hörðum árum.