Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 118
116
Richard Beck
Skímir
lands heimsótti Islendinga í Yesturheimi. Er óþarfi að fjöl-
yrða um það, hve kærkomnir gestir þau forsætisráðherra-
hjónin voru löndum sínum vestan álanna, og koma þeirra
vestur um haf treysti drjúgum ættar- og menningartengslin
milli Islendinga þar og hér heima.
En ef rekja ætti sögu íslendingadaganna og annarra þjóð-
hátíða Islendinga vestan hafs síðastliðin 90 ár, væri það efni
í mikla bók. Á það eitt skal minna, að ekki verður það auð-
metið, hversu mikið þau hátíðahöld hafa stuðlað að samheldni
Islendinga vestan hafs, haldið vakandi og glætt þjóðernis-
tilfinningu þeirra. Á þeim dögum verðum vér Islendingar
þar í landi allir eitt, hið marga og mikla, sem sameinar okk-
ur, verður þá efst á baugi, hitt hverfur í ljóma dagsins. Á
slíkum dögum falla fljót hugsana okkar að einum ósi, austur
yfir álana til íslenzkra dala, fjalla og fjarða. Á þeim dögum
komum við saman til þess að finnast, treysta gömul ættar-
og vináttubönd, til þess að kynnast, tengjast nýjum vina- og
bræðraböndum, og til þess að minnast ættingja, ættlands og
átthaga, sameiginlegs uppruna og sameiginlegra erfða. Nú
orðið fara Islendingadagamir og aðrar þjóðminningarhátíðar
vestan hafs fram á báðum málunum, íslenzku og ensku,
og hefir svo verið um áraskeið. Er það eðlilegur og óhjá-
kvæmilegur árangur framvindu og félagslegrar þróunar. En
til marks um það, hve lífsseigir þeir minningadagar eru og
hve lengi lifir í gömlum glæðum, má geta þess, að enn halda
Islendingar í Utah íslendingadag, og hafa þeir þó nú verið
yfir 100 ár þar í landi. Að vonum fer það hátiðarhald fram
á ensku, en óbreyttur er ræktarhugurinn til ættlands og ætt-
þjóðar, sem þar lýsir sér fagurlega.
Líti menn svo á Islendingadagana og aðrar slíkar hátíðar
Islendinga vestan hafs í heild sinni, þá yrði það sannarlega
mikið ritsafn, ef komin væru í einn stað öll kvæðin, sem
flutt hafa verið, og allar ræðurnar, sem haldnar hafa verið
við þau tækifæri. Vitanlega yrði það ærið misjafnt safn að
gæðum og gildi, en merkilegt eigi að síður, því að þar er
áreiðanlega að finna margt hið fegursta og snjallasta, sem
mælt hefir verið í bundnu og óbundnu máli íslenzku þeim