Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 123
Skirnir Níutíu ára afmæli yesturísl. þjóðræknisstarfsemi 121
hinni ágætu og vekjandi ritgerð sinni í Tímariti ÞjöSrœknis-
félagsins (1938) um FrarntíS íslenzkrar menningar í Vestur-
heimi, er hann segir:
Eg efast ekki um, að sú verði raunin á, að virðing hinna
íslenzku ætta í vestrænu þjóðlífi verði því meiri, sem
þær varðveita betur sjálfsvitund sína og erfðamenningu.
Og þegar eg segi varSveita, á eg ekki einungis við vöm
heldur líka sókn. íslendingar vestra búa enn yfir menn-
ingararfi, sem það er heilög skylda þeirra við sitt nýja
fósturland að gera lifandi þátt í þeirri menningu, sem þar
er að skapast. Enda verður sú arfleifð svo virkust eign
þeirra sjálfra, að þeir verði ekki einungis geymandi held-
ur líka veitandi.
Þetta er jafnsatt um fslendinga vestan hafs nú og það var
fyrir rúmum aldarfjórðungi, er þessi spaklegu orð voru rituð.
Tvær seinni málsgreinar stefnuskrár Þjóðræknisfélagsins,
sem vitnað var til, eru svo hin nauðsynlega undirstaða að
túlkun og framkvæmd hinnar fyrstu, viðleitninnar að verða
sem beztir og gjöfulastir fósturlandi sínu. En að sjálfsögðu
geta menn eigi orðið hinu nýja landi veitandi í menningar-
legum skilningi, nema þeir hafi tileinkað sér menningar-
arfleifð stofnþjóðar sinnar, varðveiti þá menningu og geri
hana ávaxtaríka í lífi sínu, en í þeim menningararfi felst
bæði tunga, bókmenntir og saga þjóðar vorrar, er allar spegla
hina sérstæðu lífsreynslu hennar, hugsjónir, sál og einstak-
lingseðli.
Seinasta málsgrein stefnuskrár Þjóðræknisfélagsins, um
aukin og framhaldandi samskipti milli íslendinga austan hafs
og vestan, hendir til þeirrar nauðsynjar, sem í rauninni ligg-
ur í augum uppi, að því aðeins verður hin íslenzka menn-
ingararfleifð til langframa varðveitt og ávöxtuð vestan hafs,
að vér fslendingar þarlendis stöndum í sem nánustu og stöð-
ugustu sambandi við jarðveg þann, sem hún á rætur sínar i
og dregur næringu sína úr, við ættþjóð vora og vort söguríka
og svipmikla ættarland. Minnugir þess tökum vér fslend-
ingar vestan hafs heilhuga undir með Einari Benediktssyni: