Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 93
Skírnir
Ætt Ivars hólnis liirðstjóra Vigfússonar
91
skömmu fyrir 1470. Ef liann var fyrri konu barn, svo sem
ætla má, mun Guðmundur sennilega vera nýlega kvæntur
Guðrúnu Jónsdóttur 1475, og kemur það vel heim, að hún
hafi verið fædd nálægt 1450.
Fyrri konu börn Guðmundar voru þá síra Þórður í Hrepp-
hólum og síðar á Melum í Melasveit, Þorvarður og ívar, en
börn hans með síðari konunni, Guðrúnu systur Stefáns bisk-
ups í Skálholti Jónssonar, voru Brandur lögréttumaður á
Leirá í Leirársveit og Valgerður, sem fyrr átti Pétur lög-
réttumann á öndverðarnesi í Grímsnesi Sveinsson, en síðar
Hallkel nokkurn.
Þórður Guðmundsson.
22. maí 1492 er Þórður djákni Guðmundsson meðal ann-
arra vottur að því, að Halldór Brynjólfsson fékk Stefáni bisk-
upi í Skálholti jörðina Ketilhúshaga og lausafé fyrir að hafa
misþyrmt Gesti Pálssyni.1) Árið 1493 tók Þórður prestur
Guðmundsson við Hrepphólum, en Stefán biskup afhenti.2)
Þá er síra Þórður stjúpsonur Guðrúnar systur biskups, sam-
kvæmt framansögðu. Síðsumars 1495 er hann með biskupi
á yfirreið um Vestfirði, og er hans þá getið í Selárdal 27. ágúst
og í Sauðlauksdal 17. september.3)
9. ágúst 1498, á Hrauni á Eyrarbakka, lýsir síra Þórður
Guðmundsson yfir því, að hann hafi fengið síra Þórði Jóns-
syni fullt umboð til að taka út staðinn Hóla í Hrunamanna-
hreppi og allt það fé, sem þar er, og allan reikningsskap úr
höndum Árna Jónssonar og afhenda Pétri Sveinssyni eða
þeim, sem hann setur til sinna vegna að taka við peningum
staðarins og síra Þórðar.4)
Þegar hér er komið sögu, er Pétur Svcinsson eflaust kvænt-
ur Valgerði hálfsystur síra Þórðar.
23. desember 1499 er hann transskriftarvotlur í Skálholti.5)
Síra Þórður Guðmundsson og síra Einar Ingimundarson votta
1) D.I. VII, 117.
2) S. st., 199—200.
3) S. st., 278—279.
*) S. st., 396.
5) S. st., 441—442.