Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 53
Skírnir
Bandarísk skólamál
51
þekkingaröflun og frjálslegar umræður um viðfangsefnin er
hvort tveggja, að mínu viti, nauðsynlegt.
Ég spurði marga prófessora, einkum þá, sem mikið kenna
á lægri háskólastigum — undergraduate level — um það,
hvernig fólk úr gagnfræðaskólum væri almennt búið undir
æðra nám. Svör allra þeirra voru á líka lund, þ. e. að undir-
búningur nemendanna væri mjög misjafn, eftir því úr hvaða
skóla þeir kæmu. Sumir nemendur, sögðu þeir, væru prýði-
lega undir námið búnir, aðrir hefðu engin tök á að valda
því og flosnuðu fljótlega upp. Við, sem kennum við Háskóla
Islands, könnumst vel við það fyrirbrigði, að nemendur séu
mjög misjafnlega undir nám búnir, en áreiðanlega er það
ekki í svipuðum mæli og í Bandaríkjunum. Munurinn á
rætur sínar í skipulaginu. Hér er stúdentspróf að verulegu
leyti staðlað próf, og inntökupróf í menntaskóla -— hið svo
nefnda landspróf — í enn ríkara mæli. Slíkt tíðkast ekki í
Bandaríkjunum. Ég bið menn að veita því eftirtekt, að ég er
ekki að mæla með öðru fyrirkomulaginu á kostnað hins, að-
eins að lýsa þessum mikla mun á fyrirkomulagi skólamála.
En víkjuin nú að skipulaginu á stigrnn æðri menntunar
eða higher education, eins og það er nefnt í Bandarikjunum.
Að loknu gagnfræðaprófi, en svo nefni ég hér lokapróf úr
high school, liggur leið þeirra, sem áfram vilja, í college,
sem ýmist er sjólfstæð stofnun eða hluti af háskóla. Hið
lægsta mark, sem að er stefnt, er að ljúka námi í tveggja
vetra college, svo kölluðu junior college. Að loknu námi þar
geta nemendur fengið skírteini, sem nefnist associate certi-
ficate. önnur leið er að fara í fjögurra vetra college, svo
nefnt liberal arts college. Nám í þessum skólum likist miklu
meira námi í menntaskólum í Evrópu en háskólanómi, t. d.
verða menn að læra margar námsgreinir, þó að þeir geti að
vísu tekið aðalgrein, svo kallað major. Eftir fjögurra vetra
nám í college, hvort sem um er að ræða sjálfstæða stofnun
eða „deild“ innan háskóla, geta stúdentarnir tekið fyrstu
háskólagráðu sína, sem nefnist B.A. (A.B.) og stundum í