Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 162
160
Alexander Jóhannesson
Skímir
frumheimkynni. Fylgirit Árbókar Háskóla Islands 1940—41,
Rvík 1943, 191 bls. Ég sýndi fram á, að fomgríska hefir
varðveitt ca. 68,9% af indógermönskum fmmrótum, sem
taldar em nál. 2200, en íslenzka hefir varðveitt nál. 53,8%,
en þar á eftir koma litáiska, keltneska og latína. Síðan rann-
sakaði ég viðbragðaorð og frumþarfaorð í íslenzku og þar
með látæðisorð og loks hljóðgervinga. 1 sérstökum kafla um
frumheimkynni lndógermana setti ég fram nýjar kenningar
um upprunaleg heimkynni Indógermana:
1) Frumrótin ker-kor-kr hefir náð meiri útfærslu í nor-
rænu en í nokkru öðru indógermönsku máli, en þetta hljóð
er eftirherma hrafnshljóðsins, en hrafninn er algengastur í
Norður- og Austur-Evrópu.
2) Frumrætur þær, er orðin kría, álka, hávella og einkum
rjúpa (en þetta orð hefir áður verið ranglega skýrt, er skylt
ropi) eru myndaðar af, eru óvenjulega útbreiddar í íslenzku
og öðrum germönskum málum.
3) Þær rætur, er tákna háváSa og gný, eru óvenjulega út-
breiddar i germ. málum, og er þetta í samræmi við eðli
þeirra þjóða, er búið hafa við hörð lífskjör í norðlægum
löndum og leitað hafa sér nýrra dvalarstaða með því að
leggja undir sig flest lönd Evrópu.
4) Rætur þær, er viðbragSsorS og frumþarfaorS eru mynd-
uð af, eru óvenjulega útbreiddar í norrænu og öðrum germ.
málum.
5) Loks bendir uppruni s-hlfóSsins og allar þær mörgu
rætur, er byrja á s og tákna hvers kvns hreyfingu: að renna
(um vatn), að ólga (um vatn), að ausa vatni o. s. frv. (nál.
90 rætur af 330, er byrja á s), eindregið í þá átt, að Frum-
indógermanir hafi átt sín fyrstu heimkynni við sjó.
Hins vegar mun erfitt reynast að ákveða nánar, hvar
frumheimkynnin hafa verið, þó að líklegt sé, að þau hafi
verið, þar sem litáiska var töluð, því að litáiska er einna
frumlegust allra indógermanskra mála, hefir varðveitt ágæt-
lega elztu nafnorðabeygingar (átta föll), mismunandi áherzl-
ur, eins og þær hafa verið í frummálinu og að öðru leyti
ber mjög fornlegan svip. Frá þessari miðstöð frumheimkynn-