Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 133
ÓLAFUR HALLDÓRSSON:
NOKKRAR SPÁSSÍUGREINAR í PAPPÍRS-
HANDRITUM FRÁ 17. ÖLD,
RUNNAR FRÁ SKINNHANDRITI AF ORKNEYINCA SÖGU.
I
Meðal þeirra bóka háskólabókasafnsins í Kaupmannahöfn,
sem fórust í eldinum mikla 1728, var brot eitt af skinnhand-
riti af Orkneyinga sögu. Um uppruna handrits þessa og sögu
er mjög lítið vitað, en meðan það var heilla heldur en þegar
það kom í eigu háskólabókasafnsins, var það þýtt á dönsku;
frumrit þeirrar þýðingar er glatað, en afrit er varðveitt
í Konungsbókhlöðunni í Stokkhólmi, auðkennt Papp. fol.
nr. 39 (hér eftir nefnt 39). Gustav Storm hélt að þýðing
þessi hefði verið gerð í Noregi fyrir 15701), en Sigurður Nor-
dal telur í formála að útgáfu sinni af Orkneyinga sögu, að
óvíst sé hvenær þýðingin var gerð; aðeins sé öruggt að hún
sé eldri en 15962). Skinnbókin sjálf (hér eftir nefnd Codex
Academicus, stytt Cod. Ac.) hefur verið í Noregi, að minnsta
kosti um miðja 16. öld, því að á árunum 1548—51 hefur
Laurents Hansson notað hana,2) en enginn veit lengur hve-
nær hún kom til Noregs eða hvenær háskólabókasafnið í
Kaupmannahöfn eignaðist hana. Ásgeir Jónsson, sem var
skrifari Þormóðar Torfasonar á árunum 1688—1704, hefur
gert eftirrit af Cod. Ac.; þá bók eignaðist Árni Magnússon,
og ef til vill hefur eftirritið verið gert fyrir hann. Það er
varðveitt í Árnasafni, auðkennt ÁM 332 4to, og stendur á
J) Sjá Laurents Hanssons Sagaoversceltelse (Videnskabsselskabets Skrif-
ter. II. Historisk-filosofisk Klasse. 1898. No. 1. Christiania 1899). Forord,
bls. VIII. Ennfremur: Snorre Sturlassöns Historieskrivrdng . .. af Gustav
Storm (Kjöbenhavn 1873), bls. 262—3.
2) Orkneyinga saga ... ved Sigurður Nordal (Kobenhavn 1913—16).
Indledning XXXVII—XL. Þar sem hér er vitnað í Orkneyinga sögu, er
ævinlega átt við þessa útgáfu (stytt Orkn.), og er nauðsynlegt að hafa
hana nærtæka til að hafa full not af greininni.
3) L. Hanssans Sagaovers., Forord VI—VII; Skírnir 1955, bls. 119—120.