Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 95
Skírnir
Ætt Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar
93
hálfu, en Vigfúsar Erlendssonar og Hólmfríðar systur hans
af hinni hálfu.1)
29. ágúst 1516, á Kálfatjörn, kvittar Stefán biskup síra Þórð
um reikningsskap kirkjunnar á Melum í Melasveit í 13 ár,
og hefur síra Þórður því tekið Mela, er hann sleppti Hrepp-
hólum 1503.2) 18. og 20. febrúar 1517 er hann dómsmaður
í Skálholti.3)
12. júní 1517 gefur Þorvarður Guðmundsson, með sam-
þykki bræðra sinna, síra Þórðar og Ivars, að því er hann seg-
ir, Margréti Þorvarðsdóttur jörðina Egilsstaði á Völlum í pró-
ventu með sér, svo sem fyrr greinir, og var Margrét frænka
þeirra bræðra.4)
28. júní 1518 er síra Þórður á prestastefnu í Skálholti,5)
en ári síðar er hann látinn, og bræður hans Þorvarður og
Ivar einnig, með þvi að á Alþingi 1519 gengur hinn fyrr-
nefndi dómur um kröfu Brands Guðmundssonar, bróður
þeirra, til Egilsstaða á Völlum, sem hann telur sér hafa fall-
ið í arf eftir Þorvarð bróður sinn samfeðra.
Hér kemur allt heim. Brandur, sem ásamt Valgerði hefur
verið síðari konu barn Guðmundar Ivarssonar, erfir bræður
sína, þ. á m. fær hann þá hálfa Leirá, sem síra Þórður hálf-
bróðir hans keypti á sínum tíma af Bunólfi Höskuldssyni,
og staðfestir þetta það, að það er síra Þórður í Hrepphólum
og síðar á Melum, sem var hálfbróðir Brands samfeðra.6)
ÞorvarSur Guðmundsson
vottar það ásamt öðrum manni á Þingvelli 30. júní 1495, að
hann hafi verið vitni að því á Þórisstöðum á Rostmalarnesi
(Rosmhvalanesi) 24. júní s. á., að Loftur Snorrason seldi
Magnúsi Þorkelssyni hluta í jörðinni Svalbarð á Sval-
barðsströnd.7) 1. júlí 1498 er hann vottur að því á Hvalsnesi
!) D.I. VIII, 559—560.
2) S. st., 595.
3) S. st., 605 og 607.
4) S. st., 628—629.
5) S. st., 664.
6) S. st., 697—698.
7) D.I. VII, 272.