Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 163
Skirnir
Um rannsóknir minar í málfræði
lól
anna hefir straumur frumþjóðarinnar, er leitaði sér nýrra
heimkynna, borizt í allar áttir, í norður og vestur, en eink-
um í suður og austur, sem sjá má af því, að slafnesk mál,
einkum fornbúlgarska, hafa varðveitt ýmislegt, er telja má
meðal helztu einkenna frummálsins (opin samstafa, tvítala,
aoristus).
Ég sendi þetta rit mitt um frumtungu Indógermana ýms-
um vísindamönnum úti í heimi, m. a. Sir Richard Paget, er
samið hefir Human speech, og sendi hann mér þessa hók
sína ásamt bréfi, þar sem hann lét í ljós undrun sína á, að
ég hefði komizt að sömu niðurstöðu og hann eða mjög svip-
aðri, en hann er ekki málfræðingur og notaði því aðferð líf-
eðlisfræðinnar, þar sem ég notaði aðferð samanburðarmál-
fræðinnar (sjá einkum 8 myndir, er birtar eru í hók minni
um frumtungu Indógermana á eftir bls. 152). Um leið bauð
hann mér að heimsækja sig í London, hvað ég gerði. Síðan
hef ég haft náin bréfaviðskipti við hann og auk þess dvalizt
á heimili hans þrisvar sinnum, og höfum við þá getað rætt
þetta sameiginlega áhugamál okkar, unz hann lézt 24. okt.
1955, 86 ára að aldri. Nú vaknaði áhugi minn að athuga
önnur „óskyld“ mál til þess að gá að því, hvort ýmislegt, er
ég hafði séð í indógermönsku, sæist t. d. í hebresku, og þessu
næst í frumkínversku, polynesisku, tyrknesku og grænlenzku.
Indógermönsk mál eru töluð sem næst af helmingi allra
jarðarbúa, og var því mjög eðlilegt að athuga þau fyrst. En
næst þótti mér rétt að athuga hebresku. Ég náði mér í hebr-
eskar orðabækur og naut fyrst aðstoðar sr. Guðm. Einars-
sonar á Mosfelli og síðar Ásgeirs Magnússonar frá Ægissíðu,
er gaf mér kennslubók í hebresku. Tókst mér loks að stauta
mig í gegnum hebreska orðabók. Hefir það hingað til verið
álit sumra málfræðinga, að orð þau í indógermönsku, er
minna á orð í hebresku, væri tökuorð, en þetta á aðeins við
örfá. Þetta er tekið fram af einum helzta hebreskufræðing
Englendinga, próf. G. R. Driver við Magdalen College í Ox-
ford, er ég kynntist persónulega og gerði mér þann sóma
að rita formála að bók minni Origin of language, Rvik 1949.
Hann endar formála sinn með eftirfarandi orðum: „The en-
11