Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 254
250
Ritfregnir
Skírnir
en þaðan er orðið komið í yiðbæti. Þar stendur við þetta orð: „e. jet stream.
Sam. þotvindur". Upphaflega heimildin er tímaritið Flug, 4. árg., 2. tbl.
(1953), bls. 56. Þar er grein, sem heitir „Skotvindur?" og fjallar um geysi-
harðan vindstreng i háloftunum, sem J)á var nýuppgötvaður og var kall-
aður jet-stream á ensku, en skotvindur í þýðingunni. Greinin er lauslega
þýdd af P. Guðm. (Pétri Guðmundssyni). Við greinarlok er svofelld at-
hugasemd frá þýðanda: „Ég hef notað nýyrðið skotvindur yfir Jet-stream
að tillögu Jóns Eyþórssonar. Mér finnst orðið gott og skora á þá, sem hlut
eiga að máli, að bæta þvi við orðaforða sinn.“ — Þegar IV. hefti Nýyrða
var í undirbúningi, hafa orðabókarnefnd og sérfræðingar hennar haldið,
að hér væri um að ræða loftstraum frá þotum, en líklega ekki fellt sig
við orðið skotvindur i þeirri merkingu og þá búið til orðið þotvindur.
Ég veit ekki til, að það hafi neitt verið notað, enda hefir það ekki fengið
inni i viðbætinum.
sturta er þýtt á þessa leið: „tippeanordning, mekanisme til at hæve et
tippelad". En það er ekki síður algengt i merkingunni ‘steypibað’, ‘útbún-
aður fyrir steypibað’ og jafnvel ‘herbergi eða krókur fyrir steypibað’.
I Bl. eru sýndar helztu framburðarmyndir hvers uppflettiorðs, en i
viðbætinum var brugðið á annað ráð, eins og frá er greint í formála (bls.
VII): „Framburðartáknunum er yfirleitt sleppt, nema þar sem vafi gæti
leikið á um framburð (t. d. framburð á -ll-). Þar sem hljóðritun er not-
uð, er hún hin sama og í orðabók Blöndals, nema að [/] táknar bæði
óraddað og naumraddað 1“ [þ. e. táknar auk þess bæði o. s. frv.]. Það,
sem segir í siðari málsgrein, er ekki nákvæmt. Bl. notar t. d. [0] í áherzlu-
litlum endingum, en ekki [y], eins og gert er í viðbætinum, t. d. i al-
gallaSur [-gahaðvr]. En hitt skiptir meira máli, hvaða reglu er fylgt um
framburðartáknanir. Mér finnst það i sjálfu sér skynsamlegt að tákna
aðeins framburð, þar sem vafi gæti leikið á, þótt það sé nokkuð teygjan-
legt. En þá væri ekki rétt að hugsa eingöngu um íslenzka lesendur, úr
því að bókin er íslenzk-dönsk. Þess vegna hefði ég viljað ganga lengra en
gert er og gera grein fyrir framburði, þar sem um undantekningu frá
reglu er að ræða. Ég skal aðeins nefna fáein dæmi, þar sem ég sakna
framburðartáknunar.
Á milli sérhljóða er If borið fram sem [lv] i ósamsettum orðum. Það
er aðalregla. En út af henni getur brugðið i tökuorðum, t. d. í alfageislar
og alfaöldur, sem tekin eru í viðbæti án framburðartáknunar. Svipað er
að segja um orðin ankotinn ([a] borið fram á undan nk), alarna (áherzla
á öðru atkvæði), halló (oftast stutt raddað l og áherzla á síðara atkvæði),
negúsera (hvernig er g-ið borið fram?), reisigilli og sclló (bæði með
löngu rödduðu Z-i) og sígaravindill, sígaretta og sígauna- (öll með [jV],
en ekki [q]). Slík orð eru miklu fleiri í bókinni.
Um orðið geim, n. má geta þess, að það er ekki eingöngu fram borið
með uppgómmæltu g-i, eins og sýnt er, þó að það sé eflaust miklu al-