Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 285
Skirnir
Ritfregnir
281
Eitt af einkennum bókarinnar er }iað, að mikið er }>ar um samtöl.
Einkum dvelst höfundi mjög við kýtur og annað þess háttar. Víða eru
samtöl þessi haglega gerð og eðlileg. Þau gætu bent til þess, að höfundi
kynni að láta vel leikritun, ef hann reyndi ]iar fyrir sér.
Fyrir fyrstu bók sína, Músina sem lœ'dist, mun Guðbergur Bergsson
yfirleitt hafa fengið vinsamlega dóma. En nú koma Leikföng leiSans og
valda vonbrigðum Jirátt fyrir góða spretti. Rétt er ]ió að minnast á, að
þess verður ekki með sanngirni krafizt af ungum höfundum, að þeir rati
umsvifalaust beinustu leiðina upp á hjallann.
Gunnar Sveinsson.
Aflamenn. F.ftir Asa í Ilæ, IndriSa G. Þorsteinsson, Stefán Jóns-
son, Björn Bjarnian, Jökul Jakobsson. Jónas Arnason sá um útgáfuna.
Heimskringla, Reykjavik 1963.
Övíða mun það tíðkast annars staðar en á íslandi, að bækur séu naum-
ast gefnar út á öðrum tímum árs en jólaföstu. Þá kaupa menn bækur
til jólaglaðnings vinum og venzlamönnum. Síðan liggja bókakaup í lág-
inni, þangað til liða fer að næstu jólum.
Bókin Aflamenn ber með sér, að henni hefur verið ætlað keppnishlut-
verk á hinu stutta bóksöluskeiði. Fengnir fimm ritfærir menn til að skrifa
sinn kaflann hver um þekkta veiðigarpa og hinn sjötti fenginn til rit-
stjórnar, einnig vinsæll rithöfundur. Árangurinn verður sundurleit bók,
en allt um það læsileg.
Ási í Bæ skrifar lengsta þátt bókarinnar um Binna í Gröf (Benóný
Friðriksson) í Vestmannaeyjum, og jafnframt er þetta fjölþættasta mann-
lýsingin í bókinni. Höfundur virðist hafa gert sér far um að festa á papp-
irinn daglegt sjómannamál eyjaskeggja. Vissulega má það vera, að ekki
hafi allt, sem þar er að finna, komizt á orðabækur.
Því næst lýsir Indriði G. Þorsteinsson hvalveiðum Jónasar skipstjóra
Sigurðssonar og það ekki umbúðalaust. Kostur þessa kafla er sá, að þar
er rakin í stórum dráttum saga hvalveiða hér við land. Þar ber vitanlega
hæst hinar skefjalausu ránveiðar Norðmanna um síðastliðin aldamót, svo
að lá við sjálft, að hvalstofninum yrði útrýmt.
Björn Bjarman skrifar þarna um Garðar Finnsson, einn helzta töfra-
mann hérlendan á sviði sildveiða.
Að efni til mun þáttur Jökuls Jakobssonar um veiðikennslu Guðjóns
Illugasonar í Austurlöndum einna framandlegastur.
Þá er aðeins einn kafli bókarinnar ótalinn, en það er þáttur Stefáns
Jónssonar um Pétur Hoffmann Salómonsson. Um þessa ritsmið er vand-
séð, hvaða erindi átt hefur í þessa bók. Hafi henni verið ætlað að fræða
menn um álaveiðar, þá hefur þó svo tekizt til, að flestir munu nokkurn
veginn jafnnær eftir lesturinn.
Um bók þessa er það annars fljótsagt, að hún ber vitni ritfæmi höf-
unda sinna. Hún er einkanlega sniðin við hæfi sjómanna, en það ætti þó