Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 15
Skímir
Harðindi á Islandi 1800—1803
13
annars staðar á landinu, og bændum í uppsveitum og ann-
ars staðar, þar sem aðstaða var ekki til útræðis, kom þetta
að litlu gagni, auk þess sem aðeins fáir bændur gátu stundað
sjóróðra að nokkru ráði um heyskapartímann.
Þessi mikla fiskigengd hefur vafalaust bjargað mörgum
frá hungurdauða, þó að hún gæti ekki bætt upp þau áföll,
sem harka vetrarins og vorsins hafði valdið, enda segir svo
í „Minnisverðum Tíðindum": „Bágindin hjá þeim, hvörra
hellsti og einasti bjargrædis-vegur er peníngsrækt, en mistu
nú mikid af þessum peníngi, vóru sjálfsögd, nema því betri
efni haft hefdu til dýrra matarkaupa í kaupstödum; má med
þessum telja mikinn fjölda búenda, vída um Nordur- og
Austur-land, og alla þá einyrkja og adra búendur sveita ann-
arstadar, hvörra ástand leyfir þeim ecki til sjóargagns ad ná.
Allt eins vóru þau viss hjá þeim, sem ad miklu leiti bjargast
af sjó, en hvar sjórinn nú brást og peníngur ásamt féll, og
gengu þess vegna mikil [bágindi] yfir Bardastrandar og Isa-
fjardar Sýslur, og önnur verpláts, hvar fiski-abli vard um
tíma lítill“.0
1 bréfi sínu til rentukammers 28. apríl 1801, sem var vitn-
að í hér að framan, telur Stefán amtmaður Þórarinsson horf-
urnar mjög ískyggilegar vegna fjárfellisins, enda geti all-
margir ekki haldið búskap áfram án einhvers konar hjálpar
til kaups á nýjum bústofni. Leggur hann þessvegna til, að
þessum bændum verði veitt vaxtalaus lán úr Kollektusjóði,
enda sé það engu síður nauðsynlegt en þegar mönnum var
veitt þannig hjálp syðra og vestra eftir fárviðrið 1799. Án
slikrar hjálpar flosni þetta fólk óhjákvæmilega upp og lendi
á vergangi eða deyi jafnvel úr hungri, og flestir, sem lifi slík
áföll af, eyðileggist gjarnan þannig á líkama eða sál eða
livorttveggja, að þeir verði yfirleitt öðrum til byrði þaðan í frá.
Eftir að amtmanni höfðu borizt nánari fregnir af fellinum
bæði i norður- og austuramti og öðrum hlutum landsins,
komst hann þó á þá skoðun, að lán úr Kollektusjóði myndi
ekki verða að neinu teljandi gagni almennt, eins og kemur
fram í bréfi hans til rentukammers 3. ágúst þetta sama ár.7
Hann áleit þá biifjártjónið hafa orðið það mikið um allt land,