Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 99
Skírnir
Ætt Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar
97
bróðir Gísla biskups Jónssonar, átti, og Salvöru, sem bjó á
Efri-Brú í Grímsnesi um nokkurt árabil og sagði föður sinn
hafa átt þá jörð. Þriðja dóttir Péturs var móðir Vopna-Teits
og Jóns lögréttumanns í öndverðarnesi Gíslasona, en ekki
tel ég nægar líkur vera fyrir því, að sú kona hafi verið Odd-
ný og faðir þeirra bræðra hafi verið Gísli á Stafnesi, svo sem
Guðni telur, og ekki hygg ég, að þeir Gísli, Vigfús og Gunn-
laugur, sem hann telur bræður og alla nefnda í testamentis-
bréfi Páls lögmanns Vigfússonar, hafi verið bræður og þeirr-
ar ættar, sem hann hyggur. Fjórða dóttir Péturs og Valgerðar
er enn ókunn.
Að Pétri látnum giftist Valgerður, sem að líkindum hefur
verið fædd nálægt 1475, Hallkeli nokkrum, e. t. v. Hallkeli
Þorkelssyni, og þeirra sonur var séra Stefán Hallkelsson í
Laugardælum.
Þorlákur Vigfússon.
Til er frumrit af alþingisdómi frá 29. júní 1423, útnefnd-
um af Balthazar van Ðamme hirðstjóra, um eignarhald á jörð-
inni Skarði á Landi, en ágreiningur var milli Þorláks Vig-
fússonar og Jóns Ófeigssonar vegna konu sinnar Guðrúnar
Sæmundsdóttur. Guðrún taldi sig hafa fengið jörðina í arf
eftir föður sinn. Vottar voru leiddir að því, að Sæmundur
hefði átt Skarð og Guðrúnu hefði fallið jörðin í arf eftir hann.
Vottar sóru einnig, að Guðrún hefði fyrirboðið síra Jóni
Þórðarsyni að selja jörðina, þegar hann gerði það, og vottar
voru einnig leiddir að því, að síra Jón Þórðarson lýsti yfir því,
að Guðrún hefði aldrei afhent sér jörðina til sölu. Þorlákur
leiddi engin próf, er afl höfðu gegn gögnum Jóns Ófeigsson-
ar. Liklegast er, að Þorlákur eða einhver nákominn honum,
t. d. faðir hans, hafi keypt jörðina af síra Jóni Þórðarsyni,
en nú hafi komið í ljós, að síra Jón hafði ekki heimild til að
selja. Guðrúnu var dæmd jörðin til eignar, og dóm þann stað-
festi Þorsteinn lögmaður Ólafsson l.júlí s. á.1)
Enginn annar Þorlákur Vigfússon þekkist frá þessum tím-
um en Þorlákur sonur Vigfúsar hirðstjóra Ivarssonar, og lík-
i) D.I. IV, 310—311.
7