Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 87
Skirnir
Ætt Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar
85
Foreldrar Orms eru vitanlega dánir þegar dómurinn geng-
ur. Sophía móðir hans er enn á lífi 5. ágúst 1480, þegar Eyj-
ólfur lögmaður kveður upp úrskurð á Keldum á Rangárvöll-
um í máli milli hennar og Gunnlaugs Teitssonar.1)
Annar dómur var dæmdur á Þorkelshóli 20. maí 1482, um
arf og löggjafir Sophíu Loftsdóttur, milli Árna Þorleifssonar,
sonarsonar Sophíu, sín vegna og bræðra sinna af annarri hálfu,
en Páls Brandssonar, umboðsmanns Orms Bjarnasonar, af
hinni hálfu. Þar er greinilega sagt, að Sophía hafi verið móð-
ir Orms, en föðurmóðir Árna og bræðra hans.2) Árni er full-
veðja, væntanlega rétt rúmlega tvítugur, fæddur 1460 eða
1461. Þorleifur faðir hans hefur væntanlega verið fæddur
skömmu fyrir 1440 og getur fæðingarár Sophíu, sem virðist
hafa verið eitt yngsta barn Lofts, ekki verið fjarri 1420.
Ormur sonur hennar hefur þá verið fæddur fyrir 1470, en
væntanlega ekki nema fáum árum. Hans getur fyrst á Al-
þingi l.júlí 1491, með því að það mun eflaust vera hann,
sem er einn þeirra, er undirrita þar bréf til konungs um lát
Diðriks eldra Pining, fógeta, og beiðni um, að Einar Björns-
son verði skipaður hirðstjóri í hans stað.3) Ormur hefur þá
verið rúmlega tvítugur.
26. desember 1494, á Skarði á Skarðsströnd, gerði Ormur
samning við Sólveigu Björnsdóttur, systrungu sína, um arfa-
skipti milli mæðra þeirra, Sophíu og Ólafar Loftsdætra, og
voru þau þá hin einu af börnum þessara systra, sem þá voru
enn á lífi.4)
Skömmu síðar hefur Ormur dáið, líklega í plágunni 1495,
ókvæntur og barnlaus, rúmlega hálfþrítugur að aldri.
Arfur eftir Sophíu hefur fallið þannig, að % hlutar eigna
hennar höfðu fallið í arf Ormi syni hennar, en hluti skipt-
ist á milli sona þess sonar hennar, Þorleifs Árnasonar, sem
látinn var á undan henni. Það var því mikill auður, sem féll
í arf eftir Orm. Arfinn hlutu synir Narfa bónda Sigurðsson-
1) D.I. VI, 289—290.
2) S. st., 438—439.
3) S. st., 753—755.
O D.I. VII, 230—232.