Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 246
242
Einar Ólafur Sveinsson
Skírnir
the farmers of the next adjacent lands: there is one who furnisheth a boat,
to whom there is a particular share due on that account, besides his pro-
portion as tenant. The parish minister hath his choice of all the young
seals, and that which he takes is called by the natives Cullen-Mory, that
is, the Virgin Mary’s seal.“ !) Prófessor Ó Duilearga gerir um orSið
‘Cullen-Mory’ þá athugasemd, að það sé að réttu coiléan Mhuire, þ. e.
hundur eða hvolpur Maríu.
19.
1 128. árgangi Skírnis (215. bls.) er minnzt dálítið á orðtækið „koma
fyrir kattarnef", sem Halldór prófessor Halldórsson hafði fjallað um i
doktorsritgerð sinni (Islenzk orðtök, 1954, bls. 264). Er þar vikið að ör-
nefnum, sem orðið „köttur“ kemur fyrir í, og á það drepið, hvort þar
kynni að gæta einhverrar hjátrúar.
Um þvílík örnefni lét prófessor Ólafur Lárusson mér i té skrá þá, er
hér fer á eftir:
Gullbringu- og Kjósarsýslur.
KatíarhöfSi á Múlafjallshlíð í Hvalfirði (Harðar saga). Á honum Katt-
ardys (Árb. 1881, 78).
Mýrusýsla.
Kattarhryggur milli Sveinatungu og Fornahvamms í Norðurárdal.
Kattarás í landi Mels í Hraunhreppi.
Kattarfoss í Hitará.
Snœfellsness- og Hnappadalssýslur.
Kattarhóll, öðru nafni Þinghúshóll, i túninu á Kaldárbakka í Kolbeins-
staðahreppi.
Kattarhryggur hjá Dritvík undir Jökli.
Kattarhryggur milli Fagradals og Kothraunsgils í landi Kothrauns i
Helgafellssveit.
Kattarhryggur, allhár sandhryggur, sem gengur norður í Hraunsvik
lijá Berserkjahrauni.
Kattarsker hjá Jónsnesi í Helgafellssveit.
Katthamar í landi Saura í Helgafellssveit.
Kattarhryggur, ás norðvestur upp af Vigrafirði.
Kattarhola i Holuklettum í landi Hóla í Helgafellssveit.
Kattarhamar, sbr. Dipl. Isl. III., 349, nú Kannarhamar i Óslandi á
Skógarströnd.
1) „Á vesturströnd þessarar eyjar (North Uist) er kletturinn Eousmil,
nærri fjórðung milu að ummáli, og er hann enn frægur fyrir árlegar sel-
veiðar í októberlok. Þessi klettur tilheyrir bændum á næstu jörðum. Einn
þeirra lánar bát, og fær að launum sérstakan hlut, auk þess sem hann fær
sem leiguliði. Sóknarpresturinn má velja sér úr kópunum, og nefna þar-
landsmenn þann, sem hann tekur, Cullen Mory, það er selur Maríu
meyjar."