Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 176
174
Þorsteinn Þorsteinsson
Skírnir
mör" nöfn og nafngjafir koma á hvern þeirra á þeim fjór-
um tímabilum, sem nefnd hafa verið. Þessi tilhögun á rót
sína að rekja til ritgerðar séra Jóns Jónssonar á Stafafelli
um íslenzk mannanöfn í Safni til sögu íslands [5], sem varð
fyrsta tilefni þess, að ég fór að fást við þetta verkefni. Þessi
tilhögun hefur þann kost, að hún sýnir í fljótu bragði, í hve
ríkum mæli hver stofn hefur verið notaður við myndun sam-
settra nafna. En þar sem liðirnir eru tengdir saman á marg-
víslegan hátt, þá sést ekki, hvaða nöfn falla undir hvern lið.
Ef menn hafa við höndina nafnaskýrslurnar fjórar (1703,
1853, 1910 og 1921—50), sem nöfnin eru tínd upp úr, má
að vísu sjá, hvaða nöfn falla undir hvern forlið, því að í öll-
um skránum er nöfnunum raðað eftir stafrófsröð. Um við-
liðina er hins vegar öðru máli að gegna. Það mundi kosta
afar mikla fyrirhöfn að leita að þeim forliðum, sem hver við-
liður hefur verið skeyttur við. Til þess að ráða bót á þessu,
og af því að sumar af nafnaskýrslunum eru orðnar mjög tor-
fengar, hefur verið bætt aftan við 2. skrá athugasemd við
hvern forlið og viðlið, þar sem skýrt er frá, við hvaða liði
hann hefur verio tengdur. Líka er þar sýnt, í hverri eða
hverjum nafnaskýrslnanna hvert nafn kemur fyrir. En til
þess að fá að vita, hve margir hafa heitið hverju nafni, ef um
fleiri en eitt er að gera, þá verður að fletta upp frumskýrsl-
unum.
Um hvaða nafrdiðir séu norrænir, hef ég fyrst og fremst
byggt á áðurnefndri ritgerð séra Jóns á Stafafelli [5], en
auk þess hef ég haft stuðning af ritgerð eftir Assar Janzén,
De fornvestnordiska personnamnen [6]. En ég hef ekki ein-
skorðað mig við þá nafnliði, sem tíðkuðust hér á landi í forn-
öld. Á öllum öldum munu hafa verið tekin hér upp ný nöfn
með nýjum tengingum fornra nafnliða, sem hefðu alveg eins
getað komið fram í fornöld, en einnig hafa verið teknir upp
nýir nafnliðir, er aldrei hafa áður verið notaðir, og hef ég
tekið þá með, ef ég hef talið þá vera af norrænum stofni,
jafnvel þótt þeir séu alveg nýlega til komnir. Einnig hef ég
tekið hér með nokkur nöfn, sem ekki hafa verið hér frá önd-
verðu, lieldur eru komin sem tökunöfn iir erlendum málum,