Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 250
246
Ritfregnir
Skirnir
sem algeng voru í málinu í upphafi þessarar aldar og fram undir 1920
og reyndar miklu fleiri orð. Samsetningar urðu helzt út undan bæði vilj-
andi og óviljandi. Talið hefir verið, að í Bl. væru alls um 120 þús. orð,
en samkvæmt minni talningu eru þau milli 110 og 115 þús. Viðbætirinn
nýi er 200 bls. eða tæplega fimmtungur á við Bl. að blaðsiðutali, en mér
telst til, að í honum séu um 41000 orð, svo að hann jafngildir þá meira
en þriðjungi Bl. að orðafjölda. Vantar því ekki mikið á, að í viðbætinum
séu tvöfalt fleiri uppflettiorð á siðu en í Bl. (hlutfallið er h. u.b. 11:20).
Þvi veldur einkum tvennt: I fyrsta lagi er mikið af rúmfrekum orðum
í Bl., svo sem algengustu sagnir og smáorð, en slík orð eru ekki í viðbæti;
auk þess veldur margræðni orða miklu meiri fyrirferð í Bl. 1 öðru lagi
hefir sú nýbreytni verið höfð í viðbæti að telja upp með skáletri fjölda
samsetninga, sem ekki hefir þótt bráðnauðsynlegt að gefa þýðingar á, en
þó rétt að hafa í orðasafninu. Þetta finnst mér vera hin mesta bókarbót.
Það er enn til marks um, hve samanþjappað viðbótarsafnið er, að þar er
letur stærra en í Bl. og þess vegna ekki nema 75 linur í heilum dálki
á móti 86 í Bl.
Af þeim h.u. b. 41000 orðum, sem eru í viðbætinum, telst mér til, að
um 2000 séu áður komin í Bl., en tekin hér upp aftur annaðhvort vegna
nýrra merkinga eða orðasambanda. Þá eru eftir um 39000 orð. Af þeim
er nokkur hluti eldri en Bl., þ. e. orð, sem af ýmsum ástæðum hafa orðið
út undan þá, t. d. ásatrú, borðplata, hríSarhraglandi, hvassvéSur, jódyrtur,
myndarammi. Ég þori ekki að gizka á fjölda slíkra orða í viðbætinum,
en það fer ekki milli mála, að langmestur hluti orðaforðans þar er yngri
en 1920. Ég hygg þvi, að þessi nýja orðabók sýni á áþreifanlegri hátt en
flest annað, hve gifurlegar breytingar hafa orðið hér siðustu 40 ár og
hvernig íslenzk tunga hefir við þeim brugðizt. Að þessu leyti er viðbæt-
irinn stórmerkur, og vantar þó mikið á, að hér sé um tæmandi orðasafn
að ræða. En á síðum þessarar bókar má í rauninni lesa menningarsögu
islenzku þjóðarinnar á mesta umbrotaskeiði sögunnar og jafnframt fá
yfirlit yfir nýyrðasmið Islendinga á sama timabili. Oft hefir mér fundizt,
að í þeim efnum hafi margt tekizt furðuvel, og styrktist ég i þeirri trú
við lestur þessarar bókar.
Um efnissöfnun til viðbætisins er greinargerð í Formála ritstjóra (bls.
VI), og skal það mál ekki rakið hér, en síðan segir í formálanum: „Frá
upphafi var svo ráð fyrir gert, að orðtaka til þessa viðbætis sltyldi aðeins
gerð úr tiltölulega þröngu úrvali rita og að tilgangurirm skyldi vera að
safna algengustu orðum nútímamáls, sem væru ekki í orðabók Blöndals,
svo og verulegu sýnishorni af nýyrðasmíð siðustu ára. Reynt var þvi að
velja rit til orðtöku með svo fjölbreyttu efni sem kostur var á, enda þótt
orðteknar bækur á hverju sviði væru fáar. Enginn skyldi þvi ætla, að hér
séu samankomin öll þau orð, sem ný eru á íslenzkum bókum, síðan orða-
bók Blöndals kom út.“ — Enda er það svo, að ég get helzt fundið það
þessari þók til foráttu, að hún sé of lítil, en það er reyndar þetta, sem