Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 62
60
Halldór Halldórsson
Skírnir
Harvard-háskóla. Um skeið var í Harvard prófessor Frank
Stanton Cawley, sem gaf út Hrafnkelssögu 1932 ásamt orða-
safni. Voru miklar vonir við hann bundnar og svo ráð fyrir
gert, að hann skipulegði nám í norrænum fræðum við há-
skólann. En þessar vonir urðu að engu, því að prófessor Caw-
ley lézt í blóma lífsins, áður en áhrifa hans á þessu sviði
tæki að gæta.
Nú er Theodore Murdock Anderson prófessor í norrænum
málum við Harvard-liáskóla. Hann er nemandi prófessors
Konstantins Reichardts í Yale-háskóla, þess er áður var get-
ið. Prófessor Anderson hefir auk þess stundað nám í norræn-
um málum við Kaupmannahafnarháskóla og var þar nem-
andi Bjarna Einarssonar cand. mag. í íslenzku. Mér skildist,
að prófessor Anderson hefði meira fengizt við dönsku og
sænsku en íslenzku. Prófessor Anderson mun hafa meiri áhuga
á bókmenntafræðum en málvísindum, en vitanlega hefir
hann lagt nokkra stund á þau. Hann kvaðst framvegis mundu
hafa námskeið í forníslenzku við og við, t. d. á tveggja til
þriggja ára fresti, eftir því hve margt væri áhugamanna um
þessi efni. f Cambridge hitti ég m. a. Michel Bell, sem stund-
aði íslenzkunám hér við háskólann skólaárið 1959—60 og
talar prýðisvel íslenzku. Hann hefir í smíðum doktorsritgerð
um íslenzkt efni. Þá hitti ég þar sem snöggvast íslenzka
stúlku, ungfrú Sigríði Valfells, sem er nemandi hins heims-
kunna formgerðarsinna, Roman Jakobsons, í almennum mál-
vísindum. Hún undirbýr fræðiritgerð um íslenzkt efni í
þeirri grein málvísindanna, sem á íslenzku mætti nefna
myndfónafræði, en á ensku nefnist morpho-phonemics.
Prófessor Anderson sýndi mér aðalbókasafn háskólans —
Widener Library — og undraðist ég, hve margt var þar
bóka um íslenzk fræði. Safn þeirra af útgáfum fornrita sýnd-
ist mér mjög gott, og mér virtist, að þama væri fylgzt vel
með útgáfum fræðirita á íslandi, t. d. sá ég þar nýjustu dokt-
orsritgerðir í íslenzkum fræðum. Mig grunar, að prófessor
Magoun hafi haft hér hönd í bagga, því að þegar ég hitti
hann hér fyrir nokkrum árum, bað hann mig að koma sér
í samband við íslenzkan bóksala, sem gæti sent bókasafni