Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 30
28
Sigfús Haukur Andrésson
Skímir
Þótt ekki sé vitað, hver árangur varð af þessum tilmælum
amtmannsins, má ætla, að hann hafi orðið einhver, enda þótt
alvanalegt væri reyndar, að kaupmenn og umboðsmenn þeirra
færu lítið eftir óskum íslenzkra emhættismanna.
Hér að framan hefir verið skýrt frá nokkrum bréfum
þeirra Ólafs Stefánssonar stiftamtnxanns og Stefáns amtmanns
Þórarinssonar til rentukammersins um harðindin og afleið-
ingar þeirra. Mæltist stiftamtmaður til þess þegar sumarið
1801, að stjórnin veitti landsmönnum einhverja hjálp og
hélt siðan áfram að klifa á því, en amtmaður var heldur
óákveðinn í málinu.
Þess var naumast að vænta, að til neinnar hjálpar kæmi
eftir hinn fyrsta harðindavetur, því að bæði bárust allar
fregnir mjög seint til Kaupmannahafnar sumarið 1801, og
rétt mun hafa þótt að bíða átekta og sjá, hverju fram yndi.
Segja mátti líka, að sjálf höfuðborg ríkisins hefði orðið fyrir
brezkri árás þetta vor, svo að stjórnin hafði mörgu að sinna
heima fyrir og vart við öðru að húast en útkjálkar ríkisins
sætu með mesta móti á hakanum. En þegar næsti vetur varð
jafnvel enn harðari, taldi rentukammerið sig ekki geta setið
alveg auðum höndum, þótt ekki verði sagt, að stórmannlega
væri af stað farið. Að tillögu þess ákvað konungur þann
18. júní 1802, að veittir skyldu að gjöf úr Kollektusjóði 400
rikisdalir til hjálpar þeim mönnum á fslandi, er harðast höfðu
orðið úti tvo undanfarna vetur, einkanlega prestum, sem
nutu ekki ábúðar á kirkjujörðum. Af þessu skyldu norður-
og austuramtið fá 150 ríkisdali, suðuramtið sömu upphæð og
vesturamtið 100 ríkisdali, en stiftamtmaður átti að ákveða,
hve mikið af þessu prestarnir í hverju amti skyldu hljóta.21
Lítil ástæða er annars til að ræða frekar, hvernig þessum
peningum var skipt niður, en ljóst má vera, að hversu litlu
gagni þeir voru, eins og ástand landsins var þá orðið og þeg-
ar rúgmjölstunnan var komin upp í 8—10 ríkisdali og rúg-
tunnan jafnvel í 11 ríkisdali. Skýringin á því, að rúgurinn
var oft dýrari en mjölið, er að sjálfsögðu sú, að ekki var um
hreint rúgmjöl að ræða, heldur var það þá blandað ódýrari
korntegundum, svo sem byggi o. þ. h.