Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 160
158
Alexander Jóhannesson
Skírnir
koma í ljós, er hin mikla orðabók, er hefir verið unnið að i
síðast liðin 17 ár, fer að koma út. 1 fornmálinu eru a. m. k.
14—1500 erlend tökuorð og eru þar keltnesk orð eins og
bagall, bjának, gaflak, orðatiltækið veröa aö gjalti, járn, kap-
all, kross, papar, örkn „selur“, sbr. Orkneyjar. ÍJr ensku
(engilsaxnesku) eru orð eins og lávarÖr (egs. hláfvveard),
stedda (egs. stéda), strákr (egs. strác), blessa (egs. bletsian),
reykelsi (egs. récels, ríecels), röða (kvk.) eða róöi (kk.) o. fl.
Úr lágþýzku eru komin allmörg orð eins og angist, bílæti,
jurt, padda, pakki, riddari, strax, þéna. tJr slafneskum mál-
um eru nokkur orð komin: brakún, brakki „miðlari“, tapar-
öx, torg o. fl. tJr latínu og rómönskum málum hafa nokkur
hundruð orð slæðzt inn í íslenzku, en flest eru tekin úr ensku
og lágþýzku. Sýnir eftirfarandi skipting nokkurn veginn
tökuorð i fornmáli:
Keltnesk orð . . nál. 30
engilsaxnesk . . . . . . — 50
lágþýzk . . — 200
slafnesk . . — 20
ensk-latnesk . . — 100
lágþýzk-latnesk . . . . — 140
miðaldalatina . . . . . . — 170
rómönsk . . — 200
Hljóðgervingum má skipta i tvennt: þeim, er verða til, er
reynt er að lierma eftir náttúruhljóðum, og þeim, er verða
til, er einhver hugarkennd gagntekur mann, svo að hann
rekur upp hljóð til þess að lýsa hugarástandi sínu. Þessi síð-
arnefndu hljóð eru nefnd geÖbrigöahljóö og eru mikilsverð
við skýringar uppruna málsins og sömuleiðis hljóðgervingar.
Kennsla mín gerði nauðsynlegt, að ég semdi ágrip um viÖ-
skeyti og um samsett orÖ í íslenzku (die Suffixe im Islan-
dischen. Árbók Háskóla Islands 1926—1927, Rvik 1928, 120
bls., sérprentun hjá Max Niemeyer, Halle a. S.) og Die Kom-
posita im Islándischen (= Rit Vísindafélags tslendinga 4,
sérprentun hjá Max Niemeyer í Halle a. S.). Loks samdi ég
og birti Die Mediageminata im Islándischen. Fylgir Árbók
Háskóla íslands 1929—30, prentað i Rv!k 1932 (sérprentun