Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 83
Skírnir Ætt ívars hólms hirðstjóra Vigfússonar 81
15. ágúst 1420, í Brautarholti á Kjalamesi, votta það Helgi
Styrsson hirðstjóri og Stefán Skeldindorp, að þeir hafi heyrt
og séð samning þeirra herra Hannesar Pálssonar vegna kon-
ungs af annarri hálfu, en af hinni hálfu Guðríðar Ingimund-
ardóttur sín vegna og bama sinna, erfingja Vigfúsar Ivars-
sonar. Konungur hafði boðið herra Hannesi Pálssyni að taka
að sér allt góz eftir Vigfús, sem bréf konungs hljóðaði um og
Hannes lét lesa og hafði oft talað um við Guðríði. Guðríður
handlagði herra Hannesi konungs vegna allt það góz, sem í
hennar vörzlum var, laust og fast, og Vigfús átti, í vald og
traust konungs. Hún átti síðan að fara á konungs fund að
sumri komanda, og átti konungur þá að ákveða, hvað hún
fengi eða hverju hún héldi af fénu.1)
Til eru í frumriti á skinni tvö bréf, er varða Vigfús Ivars-
son, skrifuð með sömu hendi en með um 4 ára millibili, að
því er þau sjálf greina. Bréfin eru hins vegar alleinkennileg
og óvenjuleg, og hafði ég fyrir fáeinum árum komizt að þeirri
niðurstöðu, að þeim væri ekki treystandi, þau væru sennilega
falsbréf. Bæði eru bréfin nefnd Brautarholtsbréf, annað dag-
sett 1432, en hitt 1436, nr. 544 og 600 í 4. bindi fornbréfa-
safnsins. Nú hefur í nýjustu rannsóknum komið í ljós, að
rithöndin á þeim er manns, sem lifði fram á 16. öld og varla
hefur verið fæddur, þegar þau eiga að hafa verið gerð.2) Þau
eru því marklaus sem slík, þótt e. t. v. megi viða úr þeim
einhverri vitneskju.
Til er eftirrit af bréfi Guðríðar Ingimundardóttur, ekkju
Vigfúsar hirðstjóra Ivarssonar, gert í Brautarholti árið 1407,
eftir því sem í því stendur, en í því lýsir Guðríður yfir því,
að hún gefi klaustrinu í Viðey jörðina Hóla í Grímsnesi með
8 kúgildum fyrir sál Vigfúsar Ivarssonar og Erlends sonar
hans. Ártal bréfsins getur ekki verið rétt, með því að Vigfús
og Erlendur eru enn á lífi 1407, og er í formála fyrir bréf-
inu í fornbréfasafninu reynt að gera grein fyrir ártali þess,
og það er þar talið frá 1433. Það er að vísu ekki yngra en frá
þeim tíma, en gæti verið nokkru eldra, allt að því um 15 ár-
!) D.I. IV, 284.
2) Samkv. munnlegum upplýsingum Stefáns Karlssonar.
C