Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 174
172
Þorsteinn Þorsteinsson
Skírnir
inu, nema þau, sem enda á son eða dóttir. Þessi nöfn eru
því eklu eiginnöfn einstaklinga, heldur samnefni, svo sem
eignarfall eiginnafna, með eða án viðbótar orðanna son eða
dóttir, og ættarnöfn eða kennnigarnöfn, gömul eða nýmynd-
uð. Þessi nöfn hef ég ekki tekið til neinnar meðferðar í rann-
sókn þessari, því að þau eru hvorki karlmanns né kvenmanns
nöfn, og ætti því ekki að koma til mála, að sveinum eða
meyjum væru gefin þau við skírn eða aðra nafngjöf. Hitt er
annað mál, að ég er því meðmæltur, að ættarnöfn, sem borin
séu hæði af körlum og konum sömu ættar, verði lögleyfð
með hæfilegri opinberri íhlutun og eftirliti, því að ættin
fengi einkarétt á nafninu.
Ef viðurnöfnin eru ekki talin ineð, skortir ekki mikið á,
að samanlögð nafnatala karla og kvenna hafi fjórfaldazt á
því timabili, sem hér um ræðir. Nafnafjölgunin var ekki sér-
lega mikil frá manntalinu 1703 til manntalsins 1855, en
miklu meiri og langmest milli manntalanna 1855 og 1910.
Kvennanöfnum hefur fjölgað miklu meir en nöfnum karla.
Þau hafa töluvert meir en fjórfaldazt, en nöfn karla aðeins
rúndega þrefaldazt.
Tala nafnbera er eins og áður segir í nánd við heildartölu
mannfjöldans í manntölunum, en í síðustu nafnaskýrslunni
eru allir nafnberarnir nýfædd börn, og er því karlkynið þar
í meiri hluta, þar sem fleiri sveinar fæðast heldur en meyjar,
en í öllum manntölunum eru konurnar í miklum meiri hluta.
Nafnafjölgunin hefur orðið miklu meiri heldur en fjölgun
nafnheranna.
Nafngjöfunum hefur fjölgað mjög mikið, einkum upp á
síðkastið, og stafar það bæði af aukning mannfjöldans og
fleirnefnanna.
Nafnaskrár.
Á landnámstíð voru flestöll mannanöfn hér á landi, sem
í letur voru færð, af norrænum stofni. og meiri hluti þeirra
er það enn í dag. Úr nafnaskýrslunum fjórum hef ég safnað
þeim nöfnum, sem ég taldi af norrænni gerð eingöngu. Eru
þau ýmist einstofna eða fleirstofna.