Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 92
90
Einar Bjarnason
Skírnir
son í annálum sínum, að Öndverðarnes hafi Sveinn biskuj),
faðir Péturs, átt,1) en þyngi'a vegur það, sem skjalið segir, að
Guðmundur Ivarsson hafi átt það. Guðmundur þessi er, svo
sem sjá má af framangreindum skjölum, nákominn Margrcli
Vigfúsdóttur, ekkju Þorvarðar á Möðruvöllum Loftssonar, og
er raunar auðséð, að hann er bróðursonur hennar og upp-
eldissonur og hefur látið son sinn einn heita eftir Ivari föður
sínum og annan eftir Þorvarði á Möðruvöllum. Guðmundur
hefur því að öllum líkindum verið fósturbróðir Ragnhildar,
móður Þorvarðar á Eiðum Bjarnasonar, auk þess sem þau
voru systkinabörn. Því er eðlilegt, að Þorvarður Guðmunds-
son gerist próventumaður hjá Margréti frá Eiðum Þorvarð-
ardóttur og Sigurði Finnbogasyni manni hennar. Frændsemi
Brands á Leirá við Stefán biskup hefur þá ekki verið á þann
veg, að Brandur hafi verið bróðursonur biskups. Árið Í475
er Guðmundur Ivarsson kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur. Lik-
lega er hún síðari kona Guðmundar, sem ekki er fæddur síð-
ar en um Í433, og móðir Brands og Valgerðar, sem aldurs
vegna hefur áreiðanlega verið síðari konu barn. Guðrún þessi,
hygg ég, að hafi verið systir Stefáns biskups, og því hafi
Brandur og Valgerður verið systurbörn hans, en Þorvarður og
væntanlega einnig síra Þórður og ívar fyrri konu börn og
ekki náskyld Stefáni biskupi. Fyrri kona Guðmundar er þá
ókunn.
Auk nafnanna, sem hér benda í eina átt, er eignarheim-
ildin á Öndverðarnesi í Grímsnesi svo þung á metunum, að
öruggt má tclja, að ættfærslan á Guðmundarbömunum sé
rétt. Ef Sveinn biskup hefði átt þá jörð og gefið Pétri syni
sínum, hefði hann orðið að kaupa hana af Guðmundi, sem
snemma árs Í475 hcfur hug á að selja hana Margréti Vigfús-
dóttur, á tímabilinu frá því að Guðrún, kona Guðmundar,
veitir samþykki sitt til sölunnar til Margrétar 29. marz 1475
til andláts biskups, sem varð 1476. Mjög er ósennilegt, að
þau kaup hafi gerzt á því tímabili.
Guðmundar Ivarssonar er ekki getið eftir 1480. Síra Þórð-
ur, sonur hans, er djákni 1492 og mun því vera fæddur rétt
i) Safn I, 39.