Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 242
238
Einar Ólafur Sveinsson
Skímir
trúum svá, at skapari himins ok jarðar er einn guð ok átti hvárki föður
né son, ok sem hann var einn af engum getinn, svá gat hann ok engan,
ok því er hann einn guð ok eigi þrennr.“ (Karlamagnús saga, bls. 279.)
Á frummálinu eru orð risans á þessa leið: „Nos credimus, inquit, quia
creator cæli et terræ unus est Deus, nec filium habuit nec patrem; sed
sicut a nullo generatus est, ita neminem genuit: ergo unus est Deus, non
trinus." (Bls. xxiii.) Ef að er gáð, er þetta harla líkt 112. súru (eða grein)
Kóransins, en hún er höfð í næsta miklum metum meðal Mahómetsmanna.
Hún er á þessa leið, snúin á íslenzku: „I nafni guðs hins líknsama. Seg þú:
Hann er Allah, hinn eini og eilífi. Enginn fæðist af honum, og eigi er
hann fæddur. Enginn finnst líki hans.“
13.
Árið 1878 gaf Gisli Brynjúlfsson út Tristrams sögu í Kaupmannahöfn.
1 eintaki því, sem Finnur Jónsson átti af þessari bók og nú er í Háskóla-
bókasafninu í Reykjavík, stendur einkennilegt krot á spássíu með hendi
hans. Á bls. 14911, framan við orðin ‘við konunga’, er hornklofi, en á
spássíu þar út frá stendur „Brot Reeves“. Á bls. 15210, aftan við orðin
‘kvað hann’ lokast hornklofarnir, og stendur þar á spássíunni „hingað
Reeves“. 1 þessum kafla eru tvær smáviðbætur, að því er ætla má orða-
munur prentuðu útgáfunnar og þessa „brots Reeves“. Bls. 14918 stendur
milli lína „maki“ yfir orðinu ‘jafningi’, en á bls. 1502 er innvísunarmerki
á eftir ‘skeggjum’, en á spássíu orðin: „ok gera af því vilu1) ok skinnbqnd".
Allt er þetta með sama bleki.
Hér virðist vera að ræða um handritsbrot af sögunni, á pappír eða ef
til vill skinni.
Meira veit ég ekki af þessu „broti Reeves“ að segja.
14.
1 Skírni 1954, 212. bls., og í 8. grein þessa Samtínings (sama rit 1960,
192—93) eru nefnd dæmi þess, að með lýsingarorð sé farið sem nafnorð
væru, beygð þannig og settur greinir aftan á. Hér skal enn bæta við dæm-
um. 1 Alexanderssögu (útg. F. J„ 33. bls.) stendur: „þá vita þeir, hvat
hræddrinn er“ (sbr. Örvar-Odds sögu, útg. Boers, 80.—81.bls.). Úr nútíð-
armáli: „þegar góðurinn er á honum“, „nú er genginn góðurinn", „út í
bláinn".
15.
Carl Marstrander nefnir i bók sinni Bidrag til det norske sprogs historie
i Irland (53. bls.) miðírskt kvæði eignað Finn Mac Cumail, þar sem fyr-
ir koma nöfnin „im Báre im Raibne". Nafnið ‘Báre’ segir Marstrander
koma fyrir í ritinu Cath Ruis na Rig; heitir svo Færeyingur. ‘Raibne’
segir hann hér vera norræna sækonungsheitið ‘Reifnir’. Síðar í sömu bók
x) Virðist svo.