Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 167
Skírnir
Um rannsóknir mínar í málfræði
165
lega frá rannsóknum mínum í Science News, Nr. 20 (Pen-
guin Books), um upprunarannsóknir mínar, er ég nú skal
enn skýra með nokkrum orðum.
Ef vér hugsum oss það tímabil í sögu mannsins, er hann
hafði enn ekki lært að tjá sig með orðum, gat hann þó gert
það með handapati líkt og Indíánar gera enn í dag, og er
þessi tjáningaraðferð notuð enn um víða veröld.
1918 kom út bók eftir Ernest Thompson Seton, „Sign Talk“.
1. persóna var tjáð með því að benda á sjálfan sig, en 2. pers.
með því að benda á náungann. Ef við drögum að okkur
fingur, merkir það: komdu hingað! Ef við bendum með fingri
upp á við, merkir það upp, ef við drögum fingurinn niður
á við, merkir það niður! Ef við lyftum lófa hægri handar
upp á við, merkir það upp! eða hátt! Ef við réttum lófann
niður, merkir það niður! Ef við kinkum kolli, merkir það já!
Ef við hristum höfuðið, merkir það nei! Ef ég bendi þumal-
fingri hægri handar á sjálfan mig, merkir það ég eða mig!
Ef ég bendi þumalfingri hægri handar á náungann, merkir
það þú! o. s. frv. Þannig mætti halda áfram og telja upp úr
merkjamáli alls konar bendingar. Þannig liðu óralangir tim-
ar, unz frummaðurinn, sem frá upphafi gat rekið upp ósjálf-
ráð hljóð, er hann varð hræddur eða reiður eða komst í geðs-
hræringu, urðu þá til orð eins og hó! halló! andardráttar-
hljóð, andhljóð, sbr. gr. av-egoc, lat. animus „púa, fý! fussa“,
soghljóð, þegar barn sýgur brjóst móður sinnar, sbr. svolgra,
sötra, súpa, að sletta í góm (e. clicks); flest þessara hljóða
hafa myndazt með innsogi, t. d. samfara kossi. Þau eru með-
al merkustu hljóða í sköpun tungumála og þekkjast meðal
Hottentotta og Búskmanna, í amerískum Indíánamálum og
víðar; enn fremur babl, er myndast við endurteknar hreyf-
ingar varanna, er opnast og lokast með reglubundnu hljóð-
falli; enn fremur hjalorð, sem líka verða til við endurtekn-
ingar hljóða (þessi hljóð virðast vera eiginleg öllum börnum
og tákna ánægju eða löngun eftir einhverju). öll slík eru
talin til 1. stigs mannlegs máls.
2. stig eru þau orð, sem líkja eftir alls konar náttúruhljóð-
um, suði vindsins, niði sjávar eða lækja, söng fugla, orgi