Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 189
Skírnir
Breytingar á nafnavali og nafnatiðni á íslandi
187
er éstatt um, svo sem prestur, kirkja, pappír, penni o. s. frv.
Hermann Pálsson tekur upp í aðalskrána í bók sinni Islenzk
mannanöfn [8] flest þau nöfn, sem hafa verið tekin upp fyr-
ir 1500 og náð hafa nokkurri útbreiðslu, en aðeins nokkur,
einkum hin tíðustu, af þeim, sem tekin hafa verið upp síðar.
Önnur fá bá að minnsta kosti ekki fulla viðurkenningu sem
íslenzk nöfn. Minni strangleik sýnir Halldór Halldórsson i
ritgerð um mannanöfn í Skírni 1960 [9]. Að vísu skal ég
játa, að það er smekksatriði, hve langt skuli ganga í því efni,
en mér þykir nær réttu lagi að veita öllum þeim nöfnum,
sem tekin liafa verið i 5. skrá, fulla viðurkenningu vegna
notkunartíma þeirra hér á landi og útbreiðslu. Ef aðeins eru
tekin gild sem íslenzk nöfn þau af þessum tökunöfnum, sem
tekin hafa verið upp fyrir 1500, þá má fá það út úr hlutfalls-
tölunum í l.yfirliti, að af öllum nafngjöfum 1921—50 verða
islenzkar 84% meðal karla og 79% meðal kvenna. Ef bætt
er við nöfnum úr 5. skrá upp teknum fyrir 1703, hækka
þessi hlutföll íslenzku nafngjafanna upp í 91% og 85%, og
ef enn er bætt við nöfnum eldri en frá 1855, þá verða hlut-
föllin 96% og 94%, og loks verða þau 98% og 97%, ef bætt
er við tökunöfnum eldri en frá 1910. Menn geta nú eftir af-
stöðu sinni til þessa máls valið þær hlutfallstölur, sem þeim
finnst í beztu samræmi við hana, en ég mun samkvæmt því,
sem ég hef áður sagt, halda mér að síðustu tölunum.
Loks er þá eftir 2—3% af öllum nafngjöfum karla og
kvenna 1921—50. Þetta hefur verið talinn afgangur í l.yfir-
liti, því að ég hef ekki gert neina skrá um þessi nöfn. En þó
að þessi nöfn eigi svo hverfandi lítinn þátt í nafngjöfum lands-
manna, þá eru þau samt svo mörg, að 1921—50 voru þau
meir en fjórði hluti af karlanöfnunum og nærri þriðjungur
af kvennanöfnunum. En þau voru svo fátíð, að ekki kom
nema 3^3 nafngjöf að meðaltali á hvert þeirra. Þessi afgangs-
nöfn hefðu komið í 5. skrá, ef ég hefði ekki útilokað þau frá
því með skilyrði um lágmark nafngjafa (10—30). Þó að með-
al þessara nafna megi finna ýms nöfn, sem telja mætti góð
og gild íslenzk nöfn, þá er þar líka allur þorri þeirra nafna,
sem mest hafa hneykslað menn í nafnaskýrslunum, enda