Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 271
Skirnir Ritfregnir 267
þetta er óþarft að fjölyrða hér, þar sem nánari grein verður gerð fyrir
þessu i næsta hefti Sögu.
1 sambandi við upphaf íslenzkrar ritlistar verður naumast hjá því kom-
izt að gera ráð fyrir enskum áhrifum. Til þess liggja ýmis rök. 1 fyrsta
lagi störfuðu hér enskir trúboðsbiskupar á ll.öld, og jafnvel enn síðar
geta heimildir um presta með enskum nöfnum. Slíkir menn hlutu að hafa
áhrif á sköpun ritmáls hér, þar sem enska og norræna voru svo náskyldar
tungur. Og ensk áhrif munu ekki hvað sízt hafa verið sterk á elleftu öld,
meðan fyrst er verið að beita tungunni í þágu ritlistar. Þegar Strömback
staðhæfir um fyrstu tilraunir að rita á íslenzku . . . „it was natural that
the script should be based on the Latin alphabet1* (bls. 8), þá gleymir hann
bæði því, að hér störfuðu enskir menntamenn um þær mundir og eins
hinu, að það var í sjálfu sér miklu eðlilegra, að Islendingar gerðu sér
stafróf eftir enskri fyrirmynd fremur en latneskri.
Galli má það teljast á grein Strömbacks, að stundum fullyrðir hann
hluti, sem erfitt væri að sanna. Þannig segir hann til að mynda um þá
feðga Isleif og Gizur biskupa: „ . . . through them Latin becante the ordi-
nary ecclesiastical and educational medium in Skálholt in the latter half
of the eleventh century". Ég get ekki séð, hvernig hægt sé að réttlæta
til hlitar þessa staðhæfingu, eins og hún stendur i greininni. — Um upp-
haf íslendinga sagna virðist höfundur ekki vera í miklum vafa: „Now,
about 1200, the first Family Sagas were written.“ (bls. 21). Hér mundu
margir vilja slá einhverja varnagla, enda eru rökin fyrir þvi, að ritun
íslendinga sagna hafi hafizt alllöngu fyrir aldamótin 1200, svo mikilvæg,
að ekki er hægt að vísa þeim algerlega á bug. Hitt má þó segja, að menn
hafa svo oft tönnlazt á því, að elztu Islendinga sögur stafi frá þvi um
1200, að þetta er orðið fastur punktur i kreddunni, enda þykir mönnum
vel til fallið að láta nýtt tímabil í bókmenntasögunni hefjast um aldamót.
Mér finnst einnig gæta nokkurs misskilnings í ummælum höfundar
um Eddu: „Snorri wrote his Edda and so wakened the Icelanders’ interest
not only in the old poetry and its noble but difficult art, but also in the
beliefs, legends and tales of their pagan ancestors." (bls. 22). í fyrsta lagi
fæ ég ekki séð, að áhrif Eddu hafi orðið svo stórkostleg (a. m. k. ekki á
13. öld) og ráðið verður af þessari staðhæfingu. Og í öðru lagi er nokkuð
mikið sagt, að Snorri hafi vakið áhuga Islendinga á dróttkvæðum og
dróttkvæðalist. Mér þætti nær að segja, að áhugi íslendinga á þessum efn-
um hafi komið Snorra til að taka saman Eddu. Hún er ávöxtur af sömu
menningarhreyfingu og þeirri, sem hratt af stað Háttalykli þeirra Halls
Þórarinssonar og Rögnvalds kala um miðja tólftu öld og kvæðum Einars
Skúlasonar um svipað leyti. Sannleikurinn er sá, að Edda Snorra sver sig
miklu meira í ætt við tólftu öld en hina þrettándu. Snorri er ekki ein-
ungis kennari, heldur miklu fremur nemandi, og má líklegt þykja, að
dróttkvæði hafi verið notuð við kennslu í málskrúðsfræði þegar á náms-
árum Snorra, þótt beinar sannanir um slíka notkun dróttkvæða séu ekki