Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 134
132
Ólafur Halldórsson
Skimir
seðli í bókinni með hendi Áraa: ‘Ex fragmento membr. Uni-
versit. Hafn.’. Eftirrit Ásgeirs, hér eftir nefnt 332, hefur Sig-
urður Nordal notað í útgáfu sinni af Orkneyinga sögu og
tekið aðaltexta sums staðar eftir því, en tilgreint leshætti þess
annars staðar í mismunargreinum. Annað eftirrit af Cod. Ac.
er ekki til, og verða því 332 og 39 þær heimildir sem leita
verður til um texta og stafsetningu skinnhókarinnar, en að
auki má þó hafa lítilsháttar gagn af spássíugreinum í þremur
pappírsbókum, sem nú verður lítillega vikið að.
II
Ein af pappírsbókum þeim sem Ásgeir Jónsson skrifaði, er
ÁM 48 fol.; í henni er Ólafs saga helga, hlutar af Færeyinga
sögu, Orkneyinga sögu o. fl., skrifað eftir Flateyjarbók.4) Aft-
ast i handritinu stendur með hendi Ásgeirs: ‘Þessi Orkney-
inga Saga er samanlesinn vid Flateyiarbok þo med skynde
Anno 1698’. Þar sem Flateyjarbók var um þetta leyti hjá
Þormóði Torfasyni á Stangarlandi í Körmt, er augljóst að
samanlesning þessi hefur verið gerð þar. En í köflunum úr
Orkneyinga sögu eru á spássíu tilgreindir leshættir sem ekki
eru teknir eftir Flateyjarbók, heldur eftir handriti af Orkn-
eyinga sögu, og er augljóst, ef þeir eru bornir saman við 332,
að þeir eru teknir eftir Cod. Ac., en öruggar heimildir eru
fyrir því að sú bók var hjá Þormóði 1698,5) og mun hann
hafa fengið hana að láni 1682 (eða jafnvel 1664) og líklega
ekki skilað henni fyrr en 1718.®) Leshættir þessir í 48 eru
að visu ekki til mikils gagns, en þó eru dæmi þess að Ásgeir
hefur hér rétt það sem hann hefur lesið rangt í 332, og auk
þess má ráða af spássíugreinunum, það sem raunar var vitað
áður, að 332 er ekki skrifað stafrétt eftir Cod. Ac. öllu meira
er að græða á spássíugreinum með hendi Áraa Magnússon-
ar sjálfs í ÁM 56 fol.
4) Sjá Den store saga om Olav den Hellige, utg. ... av Oscar Albert
Johnsen og Jón Helgason (Oslo 1941), bls. 10S5.
5) Sjá Árni Magnússons levned og skrifter ... Andet bind (Koben-
havn 1930), bls. 136.
6) Sjá Arne Magnusson brevveksling med Torfœus ... udg. af Kr.
Kálund (Kbhvn Kria 1916), Fortale X.