Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 152
150
Ólafur Halldórsson
Skirnir
ingu: ‘Gunnmár gól of her sárum, áðr grams menn fæli
branda ruðu. Hann vá sigr fyrir sunnan Sandvík’.21)
Sá kostur er á skýringu Björns M. Ólsens, að þannig verð-
ur samantekt vísunnar eðlilegust; ennfremur er það tilgátu
hans til stuðnings, að hún gerir ráð fyrir að sögnin að fela
sé notuð í gamalli merkiugu: dð stinga inn, svipaðri og enn
er í orðasamböndunum að fela enda og fela upp langa;
‘áðr grams menn fæli branda ruðu’ væri þá: áður menn
konungs styngi sverðunum í slíður (slíðruðu sverðin). En
gallinn er sá að engar heimildir eru þekktar, hvorki gamlar
né nýjar, um kvk. orðið ruða í þessari merkingu né neinni
annarri, en þó það hefði verið til, hefði það átt að vera i
fleirtölu í þessum stað (eins og branda, sem cr þolf. flt.).
Vísan er því óskýrð eftir sem áður. Ef riiðu er upphaflegt
í vísunni er langsennilegast að það sé af sögninni að rjöða,
en til að fá vit í vísuna með sem minnstum breytingum frá
því sem stendur í handritunum, virðist mér lielzt til ráða
að taka upp leshátt Flateyjarbókar, gall og fellu, en breyta
ruðu í ruðum, og taka saman: “gunnmár gall um sórum her
áðr grams menn fellu; hann vá sigr fyrir sunnan Sandvík;
ruðum branda’. Allt um það tel ég sennilegra að texti Cod.
Ac., gól og fœli, sé upphaflegur, en ruðu branda sé rangt í
báðum handritunum.
XII
í ÁM 761 a og b 4to er safn af kvæðum og lausavísum
úr fornum bókmenntum, skrifað af Árna Magnússyni eða
fyrir hann. Tvær visur iir Orkneyinga sögu eru í 761 b;
önnur þeirra er vísa Torf-Einars: ‘Æ mun ek glaðr sítz geir-
ar’, skrifuð eftir Cod. Ac. og upp á staf eins skrifuð og á
spássíu í 56, nema síðasta orð vísunnar er skrifað gélis í
761 b. Hitt er vísa Óttars svarta: ‘Gegn eru þér at þegnum’,
skrifuð eftir Flateyjarbók (eða eftirriti; ‘ur Flatejarbok’
stendur þversum við kjölinn á síðunni sem vísan er skrif-
uð á), en ekki stafrétt. Á spássíu eru mismunargreinar sem
21) Arkiv för nordisk filologi XXV (Lund 1909), bls. 296—7.