Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 68
66
Halldór Halldórsson
Skírnir
Chapel Hill í North-Carolina. Þegar ég kom til Washington
við upphaf ferðalagsins, lá þar fyrir mér bréf frá prófessor
George S. Lane, sem var nemandi hér við háskólann 1926
■—27. 1 bréfinu æskir prófessor Lane þess, að ég komi til
Chapel Hill um miðjan nóvembermánuð og flytji þar fyrir-
lestur. George Lane er prófessor í indógermönskum málvís-
indum við University of North-Carolina og heimskunnur
maður meðal fræðimanna í þeim fræðum, einkum fyrir rann-
sóknir sínar á tokkarísku. Við prófessor Lane höfðum átt
nokkur hréfaskipti áður. Hafði hann leitað hjá mér upplýs-
inga um ritgerðarefni, sem hann hafið fengið einum nem-
anda sínum til úrlausnar, en það var rannsókn á Réttritabók
Eggerts Ólafssonar, sem til er í nokkrum handritum á Lands-
bókasafni og víðar. Ég mun aldrei sjá eftir þessari ferð til
Chapel Hill, því að við engan bandarískan háskóla varð ég
var við meiri áhuga á íslenzkum fræðum en þar. Þarna er
ein af merkari miðstöðvum íslenzkra fræða í Bandaríkjunum,
og það er eingöngu verk prófessors Lanes. Haustið 1963, þeg-
ar ég kom þangað, hafði hann byrjendanámskeið í íslenzku,
og lóku átján nemendur þátt í því. Fjórir kandídatar hafa
skrifað hjá honum doktorsritgerðir um íslenzk efni, og sá
fimmti glímir nú við Réttritabók Eggerts, eins og fyrr getur.
Skortur á íslenzkum bókum háir nokkuð nemendum í islenzk-
um fræðum þarna, en ég sá, að þeir nota sér óspart að fá
lánaðar bækur frá háskólum, sem betur eru stæðir að þessu
leyti, einkum Comell og Harvard. Ég vissi áður, að íslenzk
fræði væru stunduð í Chapel Hill, en mig grunaði ekki, að
þau væru svo mjög i hávegum höfð, eins og ég komst að
raun um.
Þótt undarlegt megi virðast, var mér aldrei boðið að sjá
George Washington University í Washington D.C. En ég
hitti þar í borg í boði prófessor Tohn G. Allee, sem þar kenn-
ir íslenzku. Llann er mjög vel að sér í íslenzkri tungu, dvald-
ist hér á stríðsárunum og lagði sig þá eftir málinu og hefir
ferðazt hér síðar. Hann kvaðst hafa tvo nemendur í íslenzku
haustmisserið 1963.
Aðeins einn háskóla, sem ég kom i, á ég ótalinn. Það er