Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 16
14
Sigfús Haukur Andrésson
Skirnir
að ekki væri við ]>vi að búast, að hægt yrði að fá nægilegan
fjölda keyptan neins staðar á landinu og það þótt menn hefðu
nóga peninga í höndunum. Sökum fellisins væri verð á öll-
um kvikfénaði þegar orðið svo óheyrilega hátt og myndi fara
upp úr öllu valdi, ef lánaðir yrðu peningar úr Kollektusjóði
til fjárkaupa. Ef menn væru á annað borð búnir að fá lán
í þessu skyni, en gætu svo, er til kæmi, ekki fengið neina
skepnu keypta, væri hætta á, að þeir notuðu lánsféð til kaupa
á matvörum fyrir líðandi stund, ef þær yrðu þá fáanlegar.
Þegar svo kæmi að skuldadögunum, yrðu þeir alls ófærir
að borga lánin, svo að líta yrði á þau sem hverja aðra ölm-
usu. Amtmaður kveðst varla áræða að mæla með gagnsemi
slíkra gjafa almennt, enda mjög erfitt að úthluta þeim. Þó
vilji hann á engan hátt hafa áhrif á skoðun rentukammers-
ins á málinu, ef það sæi veigamiklar ástæður til að veita áð-
urgreind lán, en þá yrði að gera ráð fyrir, að lánþiggjendur
mættu nota þau til kaupa á kornvörum og öðrum óhjákvæmi-
legum nauðsynjum, ef þeir gætu ekki fengið búfé fyrir þessa
peninga. Kaupum á brýnustu nauðsynjum í verzlununum
yrði annars borgið, ef kaupmenn vildu almennt sýna þá góð-
vild að lána þær út í reikning um nokkurn tíma, eins og
sumir þeirra hafi að nokkru leyti gert fram að þessu.
Amtmaður benti líka á það, að i verzlunartilskipuninni
frá 13. júní 1787, II. kapítula, 18. grein, væri gert ráð fyrir
því að kaupmenn veittu mönnum reikningslán, er þeim lægi
mikið á, og i þessa grein vitnaði hann oft síðan. En þessi grein
var þó ærið haldlítil, þar eð ekki fólust í henni nein fyrirmæli
til kaupmanna að veita slík lán. Annars ber þetta og fleiri
bréf amtmannsins frá þessum árum því glöggt vitni, að hann
var heldur deigur að biðja um nokkra hjálp landsmönnum
til handa og það þótt Kollektusjóður væri talinn eign íslenzku
þjóðarinnar. Má vel vera, að stjórnin hafi af þeim sökum
verið svifaseinni til að rétta hjálparhönd en ella hefði orðið.
Þegar Stefán amtmaður skrifaði bréf sitt 3. ágúst, var hon-
um ekki kunnugt um, að neitt kaupskip hefði þá enn á því
sumri komið til landsins, en brottför skipanna frá Kaup-
mannahöfn seinkaði mjög þetta ár sökum árásar Breta á her-