Skírnir - 01.01.1964, Page 7
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON:
HARÐINDI Á ÍSLANDI 1800—1803.
I.
Fátt hefur haft meiri áhrif á sögu íslenzku þjóðarinnar á
ýmsum tímum en veðurfarið, enda öll afkoma hennar til
lands og sjávar að langmestu leyti undir því komin. Þetta á
raunar við enn í dag, þrátt fyrir tækni nútímans, hvað þá
á fyrri tímum, er menn voru algerlega háðir duttlungum
náttúrunnar, og þar á ofan bættist einokunarverzlun og illt
stjórnarfar. Til þess að venjulegir bændur kæmust þá nokk-
urn veginn af, varð árferði að vera sæmilegt, en hins vegar
nægði tveggja ára harðindakafli, til að búpeningur hryndi
niður unnvörpum úr hor og harðrétti. Var þá ekki að sök-
um að spyrja, að margir hinna fátækari bænda flosnuðu upp
frá búum sínum og bættust ásamt fjölskyldum sínum í þann
hóp förumanna, sem jafnan reikaði um byggðir landsins eða
dóu úr hungri.
Þessi hætta vofði mjög yfir fátækum bændum í uppsveit-
um og annars staðar, þar sem sjósókn varð lítið eða ekkert
við komið samhliða landbúnaðinum, og raunar einnig á öðr-
um stöðum, þegar saman fóru lítill heyfengur og aflabrestur,
eins og algengt var. Reyndar þurfti ekki mikið út af að bera,
til að afli brygðist, þar eð menn urðu yfirleitt að notast við
svo litla og lélega báta, sem óhæfir voru til róðra á önnur
mið en hin nálægustu. Aflaleysi kom þó fyrst og fremst harð-
ast niður á hjáleigu- og þurrabúðarmönnum í nánd við ver-
stöðvarnar sunnanlands og vestan, sem lifðu aðallega á sjó-
sókn. f harðærum urðu þeir því jafnan fyrstir til að lenda
á vergangi ásamt fjölskyldum sínum eða hrynja niður úr
bjargarskorti.
Algengt var, að búfé manna félli hópum saman á vetrum,
án þess að heyleysi væri um að kenna. Víða um land voru