Skírnir - 01.01.1964, Qupperneq 20
18
Sigfús Ilaukur Andrésson
Skírnir
miklum og lángvaranlegum hafís, fylgdi þessum vorhard-
indum hrædilegur Lambadaudi yfir allt; var vídast hvar ecki
fært frá fyrr enn í lltu viku sumars, og urdu þá sumir ad
skéra hvört einasta lamb, sem þeir áttu, sökum snjókýngju
og gródurleysis á afréttum. .. . Vetrinum 1802 fylgdi hér
gródur- og grasleysi, en bágindi fólks á milli, er vóru því
þýngri, sem ófærd og adrar kringumstædur hindrudu vel-
flesta frá vanalegum sudurferdum til sjóródra, og kaupskipa-
koma vard líka mjög sein.
1 Austfjördum gnúdi vetrar-harkan á strax á Vetur-nótt-
um, med köföldum og snjóþýngslum; þó urdu þar ecki stór-
kostleg jardbönn fyrr enn med Jóla-föstu, og sídan vóru allir
gripir á heyi, ad kalla, fram yfir Sumar-mál. Fellir vard
mikill á fénadi vídast í Múla-sýslum, þó mestur í Álpta-,
Hamars-, Stödvar-, Fáskrúds- og Reidar-fjördum. Sumarid
byrjadi þar med stórvidrum og fannfergi; enda var þad
lengst af kuldasamt, og fylgdi þar af grasbrestur í nockrum
sveitum, þó heyja-von væri allgód í sumum mýrlendum
hreppum um midsumars-bil 1802.
Hér á Sudurlandi var veturinn ecki stórum betri enn í
hinum landsins fjórdungum, féll hann sumstadar á upp til
dala öndverdlega á Jóla-föstu — 1 Skaptafells-sýslum strax
med Vetur-nóttum -—■ en í láglendum plátsum og vid sjóar-
sídu, vart eptir Nýár, héldt vid med yduglegum köföldum,
blotum og frostum lángt fram yfir Sumar-mál, og olli hér
(einkum í Borgarfjardar-, Árness- og Skaptafells-sýslum)
dæmafáum hardindum. Vorið var yfrid kuldasamt og þurrt,
svo gras-vöxtur vard á túnum og vall-lendi mjög seinn og
bágur, en vída hvar á engjum og í mýrlendi gódur.“ 0
Ölafur Stefánsson stiftamtmaður gefur að vonum ærið dap-
urlegar lýsingar á ástandi lands og þjóðar í bréfum sínum
til rentukammersins veturinn og sumarið 1802. I bréfi 16.
marz segir hann meðal annars, að áköf illtíð hafi geisað í
samfellt 20 vikur, og ofan á skepnufelli bætist það, að ekk-
ert fiskist og þannig hafi það verið lengi. Matvörur fáist ekki
heldur á verzlunarstöðunum, svo að mjög mikill skortur og
hungur sé hjá flestum og hætt við mannfelli á ýmsum stöð-