Skírnir - 01.01.1964, Síða 31
Skímir
Harðindi á íslandi 1800—1803
29
Sömu illu tíðindin héldu áfram að berast frá íslandi sum-
arið og haustið 1802 í bréfum stiftamtmanns og annarra
embættismanna. Til dæmis skrifaði landfógeti þann 5. ágúst,
að þrátt fyrir það að 26 skipsfarmar af vörum hefðu komið
til hafna í Gullbringusýslu þá um sumarið, myndi samt verða
skortur þar, nema fleiri skip kæmu. Verður þetta þó að telj-
ast allmikil sigling á þessar hafnir miðað við það, sem ýms-
ar aðrar hafnir landsins áttu við að búa, einkum nyrðra og
eystra.
Stjórnin sá þá, að einhverra frekari aðgerða var þörf, og
samdi við Súnckenberg kaupmann að senda 48 stórlesta skip
með aukafarm af rúgi og mjöli til Reykjavíkur gegn því,
að hann fengi 1000 ríkisdali í verðlaun, sem töldust sam-
svara um það bil helmingnum af flutningskostnaðinum. Auk
þess var stiftamtmanni gefið umboð til að verja allt að 600
ríkisdölum til kornkaupa hjá kaupmönnum handa hinum fá-
tækustu í suður- og vesturamti, og áttu báðar þessar upphæð-
ir að greiðast úr Kollektusjóði. Þetta skip, sem hafði 1100
tunnur af kornvörum meðferðis, komst ekki af stað frá Kaup-
mannahöfn fyrr en komið var alllangt fram í september, en
náði þó heilu og höldnu til Reykjavíkur um haustið.
Stjórnin fékk enn fremur Just Ludvigsen, sem var i félagi
við Jacobæus kaupmann í Keflavík um verzlun þar og í
Reykjavik, til að senda 300 tunnur af kornvörum með póst-
skipinu þetta haust gegn verulegum afslætti af flutnings-
gjaldinu. Þegar þessum aðgerðum var lokið, fékk rentu-
kammerið bréf stiftamtmanns frá 20. ágúst, sem báru það
með sér, að horfurnar voru mjög ískyggilegar og honum var
þá ekki orðið kunnugt um, að hafisinn fyrir norðan var á
förum. Samdi stjórnin þá við Just Ludvigsen að senda enn
það haust skip með að minnsta kosti 1000 tunnur af korn-
vörum til Reykjavikur, og sökum þess, hve áliðið var hausts,
skyldi hann fá 2000 ríkisdali í verðlaun. Skipstjóranum var
svo lofað 100 ríkisdala verðlaunum, tækist honum að komast
til Islands um haustið. Tækist það hins vegar ekki, átti hann
að hafa vetursetu í Noregi og halda svo til íslands eins
snemma vors og hægt væri. Skipið mun ekki hafa komizt