Skírnir - 01.01.1964, Síða 36
34
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
inni og fórst, áður en það hafði verið fyllilega affermt. fJr
þessu siglingaleysi átti að bæta árið 1802, er fjögur skip voru
send áleiðis til Skagastrandar. Aðeins tvö þeirra komust þó
alla leið, er hafísinn var loksins farinn, og var þá tekið að
líða að hausti. Þriðja skipið komst aldrei lengra en til Aust-
fjarða, skildi þar eftir farminn og sneri svo aftur til Kaup-
mannahafnar, en hið fjórða fórst, áður en það næði áfanga-
stað. Af þeim tveim skipum, sem komust til Skagastrandar,
hafði annað vetrardvöl í Sigríðarstaðaósi, en liitt hélt áleiðis
til Kaupmannahafnar með þær útflutningsvörur, sem höfðu
safnazt fyrir tvö undanfarin ár. Lenti það í hinum mestu
hrakningum og fórst með öllum farminum, en áhöfnin komst
nauðulega af.
Þetta var óneitanlega mikið áfall fyrir Skagastrandarverzl-
un og þá, sem við hana skiptu, en auk Húnvetninga sóttu
menn þangað úr vestustu sveitum Skagafjarðarsýslu og all-
mikið úr Strandasýslu. Christian Gynther Schram, verzlun-
arstjóri og meðeigandi Skagastrandarverzlunar, áleit í bréfi
til Stefáns Þórarinssonar amtmanns vorið 1803, að einungis
skip það, sem snúið hafði frá árið áður, kæmi með vörur
til Skagastrandar þetta sumar og var það allt of lítið, enda
miklu meiri þörf fyrir ríflegan innflutning á matvörum en
nokkru sinni áður.
í bréfi til amtmanns þetta sama vor lét sýslumaður Hún-
vetninga i ljós miklar áhyggjur, þar sem allar vörur voru
þá þrotnar í verzluninni og þar á ofan bættist algert afla-
leysi auk búfjármissis undanfarinna ára. Óttaðist hann, að
stórfelldur mannfellir yrði í sýslunni, nema stjórnin veitti
einhvers konar verðlaun eða styrki þeim kaupmönnum, sem
vildu senda skip til Skagastrandar. Ef ekkert skip kæmi til
Norðurlands kringum miðjan júlí í seinasta lagi, sæi hvorki
hann né þeir, sem störfuðu við verzlunina á Skagaströnd,
einu sinni nokkra leið til að útvega nauðsynjavörur handa
sjálfum sér.
Stefáni amtmanni bárnst bréf þeirra sýslumanns og kaup-
manns síðast i maímánuði, og þó að liann hefði þá nýlega
ritað rentukammeri ítarlegt bréf um ástand amtsins, taldi