Skírnir - 01.01.1964, Síða 37
Skírnir
HarSindi á Islandi 1800—1803
35
hann ekki eftir sér aS skrifa því enn langt bréf um vanda-
mál Skagastrandarverzlunar og erfiðleika Húnvetninga. Tók
hann þar undir ótta sýslumanns við hungursneyð á verzl-
unarsvæði Skagastrandar á komandi vetri, ef ekki kæmi
þangað nema eitt skip i mesta lagi þá um sumarið. Nú þyrfti
nefnilega miklu meiri aðflutninga á matvörum þangað en
áður, eins og raunar til annarra hluta amtsins. Þó áleit hann
varhugavert, að stjórnin færi inn á þá braut að veita verð-
laun eða styrki fyrir siglingar þangað, enda hefði þá Húsa-
vík rétt til sams konar hjálpar. Vegna hinna mörgu skip-
tapa hefði Skagastrandarhöfn hins vegar fengið svo illt orð
á sig samkvæmt fullyrðingum Schrams, að nú fengjust eng-
in skip vátryggð, sem ætluðu þangað. Lagði amtmaður því
til, að sölunefnd verzlunareigna konungs tæki þessa vátrygg-
ingu að sér fyrst um sinn.29
Þetta hréf hans mun þó hafa komið of seint til Kaup-
mannahafnar, til að það hefði nokkur teljandi áhrif á gang
málanna, en eitthvað mun hafa rætzt úr siglingum til Skaga-
strandar, eins og fyrr segir, enda fékk aðaleigandi verzlunar-
innar, Jens Lassen Busch, nokkrar ívilnanir hjá stjórninni
vorið 1803.
Verzlunin á Reykjarfirði á Ströndum var á þessum árum
eins konar útibú frá Skagaströnd, þar eð sömu aðilar ráku
hana, og gekk hún því að sjálfsögðu jafnskrykkjótt og Skaga-
strandarverzlun. Var það mjög bagalegt fyrir Strandamenn,
ekki sízt þá, sem bjuggu i norðurhluta sýslunnar, því að
mjög langar leiðir og erfiðar voru til annarra verzlunarstaða,
og harðindin komu afar illa niður í Strandasýslu.
Um hafnirnar suðvestan- og vestanlands skal ekki fjölyrt,
enda var verzlunin þar oftast tiltölulega hagstæðari lands-
mönnum en nyrðra og eystra og meiri siglingar þangað. Að
vísu var verzlunarrekstur sumra fastakaupmanna þar ærið
bágborinn á stundum, en það var aftur til mikilla bóta, að
þangað komu oft allmörg skip til lausaverzlunar á sumrin.
Áður hefur verið á það drepið, að verð á kornvörum og
öðrum nauðsynjum var mjög hátt á þessum árum. Stafaði
það aðallega af háu innkaupsverði erlendis og öðrum verð-