Skírnir - 01.01.1964, Page 47
HALLDÓR HALLDÓRSSON:
BANDARÍSK SKÓLAMÁL
OG ÍSLENZKUKENNSLA í BANDARÍSKUM HÁSKÓLUM.
I
Haustið 1963 gafst mér nokkurt tækifæri til að kynna mér
bandarisk skólamál, er ég dvaldist vestra um tveggja mán-
aða skeið í boði stjórnarvalda þar. Ég fór um fjórtán ríki í
Bandaríkjunum og eitt fylki í Kanada, kom i fjórtán banda-
ríska háskóla og einn kanadískan. Auk þess hlýddi ég á
kennslu á gagnfræðastiginu eða í high school, eins og það er
kallað þar í landi. Iákki fer hjá því, að á svo hröðu ferðalagi
um vítt svæði verði sú þekking, sem ég aflaði mér, nokkuð
brotakennd, jafnvel þótt til komi nokkur lestur um þessi efni.
Ég mun þó reyna að greina frá þeim þáttum amerískrar
menningar, sem ég aflaði mér helzt vitneskju um, eins og
þeir komu mér fyrir sjónir.
Ferð mín var skipulögð í Washington af fyrirtæki, sem
nefnist Council on Leaders and Specialists. Ég lagði áherzlu
á það við aðalskipuleggjanda ferðar minnar, Mr. L. Abbey,
að ég óskaði einkum eftir að fá aðstöðu til að kynnast tvennu:
ameríska skólakerfinu á æðri stigum þess — college and uni-
versity level, eins og það er nefnt, og stöðu norrænna fræða
við þá háskóla, sem ég kæmi í, en auk þess kvaðst ég hafa
áhuga á að eiga tal við prófessora í almennum málvísindum.
Skipuleggjendur ferðar minnar voru mjög færir menn í sinni
grein og sköpuðu mér hina beztu aðstöðu til þess að kynn-
ast því, sem ég hafði áhuga á.
Ég mun í þessari grein fjalla um tvennt, annars vegar um
bandaríska skólakerfið og hins vegar um stöðu norrænna
fræða við þá háskóla, sem ég kom til.
Bandarískt skólakerfi er á ýmsan hátt ólíkt því, sem tíðk-
ast í Evrópu. Það ber þó einna helzt keim af enska kerfinu,